fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Nakinn maður keyrði á lögreglumenn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. apríl 2018 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Starf lögreglumannsins er ekki hættulaust og ýmislegt getur gerst á vaktinni,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tilkynningu.

Þetta sannaðist á einni helgarvaktinni í vetur, en þá ók ökumaður í annarlegu ástandi á lögreglubifreið í austurborginni eina nóttina. Áður hafði verið tilkynnt að ökumaðurinn hefði reynt að aka á starfsmann fyrirtækis annars staðar í hverfinu, en farið þaðan og ekið á ofsahraða stuttan spöl uns hann varð á vegi lögreglunnar. Ekki varð ákeyrslan til þess að maðurinn næmi staðar heldur hélt hann för sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist.

„Honum var veitt eftirför og sá þá sæng sína útbreidda, stöðvaði bílinn og reyndi að komast undan lögreglumönnunum á tveimur jafnfljótum. Kappinn var hins vegar hlaupinn uppi og snúinn niður, en sjálfsagt hefur það verið eilítið sérkennileg sjón því maðurinn var nakinn. Fötin hans voru samt ekki langt undan, en ekki er vitað af hverju hann klæddi sig úr þeim,“ segir lögreglan.

Í tilkynningunni kemur fram að lögreglubíllinn hafi skemmst nokkuð við áreksturinn, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, en miklu verra var að lögreglumennirnir voru verulega lemstraðir eftir höggið og þurftu í framhaldinu að leita sér aðstoðar á slysadeild og voru í kjölfarið frá vinnu um tíma.

„Hér fór þó samt betur en á horfðist, en það var alls ekki ökumanninum að þakka. Þess má geta að sá hefur alloft áður komið við sögu hjá lögreglu.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt