fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Frambjóðandi Pírata skrifaði um Pepsi Max-fituhlunka: „Eins og ég hafi verið kýld í magann“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 24. mars 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytt og síðan eytt – Höfuðlausar bollur valda viðbjóði – Baðst afsökunar

Samtök um líkamsvirðingu hafa sett varnagla við framboð Valgerðar Árnadóttur sem gefur kost á sér á lista Pírata í borgarstjórnarkosningunum í vor. Ástæðan er pistill sem Valgerður skrifaði á vefinn Pjattrófur í ágústmánuði árið 2012 og bar titilinn „Pepsi Max fituhlunkar“. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður samtakanna, segir pistilinn „ljótan og rætinn“ en Valgerður segist alfarið hafa skipt um skoðun síðan þá.

Skömmu eftir að pistillinn birtist var titlinum breytt í „Pepsi Max stereótýpurnar, ó þú feita Ísland“. Síðan var pistlinum eytt af síðunni vegna sterkra neikvæðra viðbragða lesenda. Í pistlinum kom fram að Íslendingar væru önnur feitasta þjóð veraldar og helsta heilsufarsvandamálið væri offita.

„Mjög algeng sjón er að sjá fólk með greinilega offitu með hamborgara í annarri og Pepsi Max í hinni!“

Enn fremur: „Það verður allt brjálað ef maður minnist á að fólk sé feitt og það sé óeðlilegt. Meðvirknin með feitu fólki er slík að þegar minnst er á að þetta byrjar alltaf einhver furðuleg umræða um að það geti ekki allar konur litið út eins og fyrirsætur og karlmenn eins og Brad Pitt og að staðalímyndir okkar séu „fokkt opp“ vegna þess að við lékum okkur að Barbie og He-man í æsku … blebleble.“

Eins og að vera kýld í magann

Tara segir það mikilvægt að frambjóðandinn hreinsi loftið vegna pistilsins, það sé bæði mikilvægt fyrir hana sjálfa og kjósendur. „Okkur finnst þetta í ósamræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar sem er ein sú framúrstefnulegasta í vestrænum löndum.“

Í sjötta kafla mannréttindastefnunnar eru ítarlegar greinar um að óheimilt sé að mismuna fólki vegna holdafars, útlits og líkamsgerðar. Í slíkum fordómum og mismunun felist félagslegt óréttlæti sem beri að vinna gegn. Sérstaklega verði að taka á þessu í skólum, frístundaheimilum og tómstunda- og menningarstarfi borgarinnar.

Samtök um líkamsvirðingu voru stofnuð nokkrum mánuðum áður en pistillinn birtist. Tara segir það hafa verið áfall að sjá hann. „Þetta var eins og ég hafi verið kýld í magann. Á þessum tíma var þessi pistill sá fitufordómafyllsti sem við höfðum séð. Við höfum séð verri hluti síðan en af því að þetta var svo alvarlegt nefndi ég mastersritgerðina mína eftir pistlinum.“ Ritgerð Töru heitir einmitt: Pepsi Max fituhlunkar: Samfélagsleg greining á fitufælni og afleiðingum hennar.

„Þetta er svo afgerandi tilfelli. Hún var að nota þarna röksemdafærsluna um að fordómar og smánun leiði til bætts heilsufars. En þetta hefur algjörlega öfug áhrif. Þetta leiðir til skammar og minnkar líkurnar á að fólk hreyfir sig,“ segir Tara.

Höfuðlausar fitubollur

Ein myndin sem birtist í greininni var af tveimur konum í yfirvigt að borða ís en höfuðin sjást ekki. Tara segir þetta aðferð sem nefndist „Headless fatties“ (höfuðlausar fitubollur) og sé tilraun til afmennskunar feitra.

„Þegar fjölmiðlar birta fréttir af offitufaraldri eða einhverju í þeim dúr þá er greinilegt að myndir eru valdar þar sem búið er að klippa höfuðin af og fókusinn er á magann. Oft eru myndirnar af fólkinu að borða. Þessu myndefni er ætlað að valda viðbjóði hjá lesendum. Rannsóknir sýna að þegar lesandinn les frétt með slíku myndefni verða áhrifin neikvæðari en þegar sams konar frétt er með hlutlausari mynd.“

Tara telur að rótin að fitufordómum sé tvíþætt. Annars vegar að offita sé sjúkdómsvædd sem eigi ekki við jafn mikil rök að styðjast og flestir halda. Hins vegar að staðalmyndir séu gerðar af feitu fólki og börnum. „Þegar við sjáum feita manneskju lesum við út úr holdafarinu að hún sé löt, gráðug, skorti sjálfsaga og heimsk.“

Hún segir jafnframt að ástandið í dag sé mun betra en það var árið 2012, þegar pistillinn var skrifaður. Ef pistillinn væri skrifaður í dag fengi hann mun neikvæðari umfjöllun en hann gerði á sínum tíma. Fólk sé orðið meðvitaðra um þessi málefni.

„Mér finnst málflutningur Valgerðar fyrir Pírata skynsamlegur og hún er að berjast fyrir góðum málefnum þannig að ég trúi ekki öðru en að hún hafi endurskoðað þessa afstöðu sína. En það er mikilvægt að við sem göngum til borgarstjórnarkosninga fáum það á hreint, því ef hún hefur ekki breytt skoðun sinni þá mun hún ekki fá mitt atkvæði og margra fleiri.“

„Ég hef gert allt sem ég get til að snúa við þessari grein við“

Illa ígrundaður pistill og alls ekki sama sinnis í dag

Valgerður, sem er framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta, segir það ekki að ástæðulausu að pistillinn hafi verið tekinn út. „Þessi grein átti aldrei að vera um fitufordóma. Þessi grein kom mjög illa út og ég viðurkenni það alveg enda var hún tekin út. Hún var illa skrifuð og illa ígrunduð hjá mér og ég er alls ekki sama sinnis í dag.“

Hún segir að viðbrögðin við pistlinum hafi verið mjög heiftúðleg og hún hafi fengið mikið af skilaboðum. Eftir að hafa rætt við það fólk hafi hún meðtekið skilaboðin um að pistillinn ylli fordómum. „Ef það er eitthvað sem ég vil uppræta þá eru það fordómar í samfélaginu og ég vil alls ekki verða völd að fordómum. Ég styð mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og er búin að vera að vinna með fólki í mannréttindastefnu Pírata fyrir borgina og hún er mjög vel gerð. Við viljum ekki fordæma neina jaðarhópa og viljum að allir séu velkomnir í borginni.“

Ástæðan fyrir því að hún skrifaði pistilinn á sínum tíma var samtal við vinkonu hennar sem var í matarfíknarsamtökunum O.A. (Overeaters Anonymous), sem eru tólf spora samtök svipuð og A.A.

„Þessar pælingar voru tilkomnar vegna þess sem hún sagði um matarfíkn. En auðvitað er ég ekki með fordóma gagnvart þeim sem eiga við matarfíkn að stríða eða annað. Þetta átti alls ekki að koma út eins og þetta kom út og ég bað þá sem höfðu samband við mig innilegrar afsökunar á þessu. Ég er mjög virk í feminískum málefnum og þar er mikið tekið á líkamsvirðingu. Ég hef gert allt sem ég get til að snúa þessari grein við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum