fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Stefán Þór er grunaður um að hafa nauðgað unnustu sinni á reynslulausn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. mars 2018 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Þór Guðgeirsson, sem er 37 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi. Hann er sagður að hafa á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð unnustu sinnar í desember fyrir tveimur árum. RÚV greinir frá.
Stefán Þór hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2012 fyrir hrottafengna nauðgun. Hann fékk síðar reynslulausn en á því tímabili er hann  grunaður um að hafa haldið unnustu sinni gegn vilja sínum á heimili hennar og nauðgað henni. Konan kærði Stefán Þór til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en dró kæruna svo tilbaka tveimur dögum seinna. Gaf hún þá skýringu að það væri best fyrir hana og hennar fjölskyldu að draga kæruna tilbaka.
Lögreglan hélt þó áfram með málið en ákæra var gefin út í nóvember á síðasta ári. Þinghald málsins er lokað en fram kemur í áðurnefndri frétt RÚV að konan gerir enga miskabótakröfu sem er óalgengt í kynferðisbrotamálum. Ályktun RÚV er sú að það bendi til þess að hún haldi sig við þá frásögn að ekkert brot hafi verið framið.
Nánar er fjallað um málið á vef RÚV
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa