Fréttir

Ölfusárbrú lokað vegna bílslyss: Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í ána

Auður Ösp
Miðvikudaginn 6. september 2017 21:40

Ölfusárbrú á Selfossi er þessa stundina lokuð vegna umferðaróhapps. Mikið umferðaröngþveiti hefur skapast á staðnum. Bifreið var ekið á brúarhandrið vestanverðrar Ölfusárbrúar fyrr í kvöld en ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í ána.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi að svo heppilega vildi til að í húsi Björgunarfélags Árborgar var mannskapur þannig að bátur var kominn mjög fljótt á ána og náðist maðurinn um borð í bátinn til móts við götuna Árbakka á Selfossi. Hann er nú kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.

Loka þurfti fyrir umferð um Ölfusárbrú og er hún lokuð enn á meðan rannsóknarlögregla athafnar sig á vettvangi og bifreiðin er fjarlægð af brúnni. Gera má ráð fyrir að brúin verði lokuð næsta klukkutímann.

Þeir sem hafa orðið vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið eru beðnir að hafa samband viuð lögregluna, hér á facebook, á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Öll bestu tíst vikunnar á einum stað: „Vona að gellan sem tók sig til og pissaði á gólfið á b5 sé á feitum bömmer“

Öll bestu tíst vikunnar á einum stað: „Vona að gellan sem tók sig til og pissaði á gólfið á b5 sé á feitum bömmer“
Fréttir
í gær

Ari Eldjárn gestur í vinsælum skemmtiþætti á BBC

Ari Eldjárn gestur í vinsælum skemmtiþætti á BBC
Fréttir
í gær

Guðni Th. skammaður fyrir syndir Ólafs Ragnars: „Að ná sér í eina með extra ananas“

Guðni Th. skammaður fyrir syndir Ólafs Ragnars: „Að ná sér í eina með extra ananas“
Fréttir
í gær

Atli Helgason fær ekki lögmannsréttindi

Atli Helgason fær ekki lögmannsréttindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Milljónir hafa horft á heimsþekktan bloggara lofsama Ísland

Myndband: Milljónir hafa horft á heimsþekktan bloggara lofsama Ísland
Fyrir 2 dögum

Einstakur flokkur

Einstakur flokkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1

Hlustaðu á átakanlega upptöku: Þórhildur klökknaði í beinni útsendingu á Rás 1