fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Playboy kóngurinn Hugh Hefner er látinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 03:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hug Hefner, stofnandi Playboy tímaritsins, er látinn 91 árs að aldri. Útgáfufyrirtæki hans, Playboy Enterprises, skýrði frá þessu á Twitter fyrir stundu. Þar kemur fram að Hefner hafi látist á heimili sínu af eðlilegum orsökum.

Hefner stofnaði Playboy 1953 og gerði blaðið að einu þekktasta tímariti samtímans í um hálfa öld. Blaðið lét mikið til sín taka í umfjöllun um kynlíf og nekt og var líklegast þekktast hjá mörgum fyrir nektarmyndir sem prýddu þær. Blaðið birti einnig greinar um íþróttir, kvikmyndir og sjónvarpsþætti, tónlist, stjórnmál, listir og kynlíf. Margir flokkuðu blaðið sem klámrit.

Nektarmyndir af Marilyn Monroe prýddu fyrsta eintak blaðsins en það seldist í rúmlega 50.000 eintökum.

Á síðari árum hefur Hefner helst ratað í fréttirnar fyrir lífsstíl sinn en hann bjó í Playboy höll sinni í Los Angeles þar sem hann var yfirleitt umkringdur léttklæddum konum í samkvæmum sem hann hélt. Sjálfur var hann oft í rauðum silkináttfötum, með pípu og umvafinn kvenfólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“