fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Leigubílstjóri í fangaklefa: Reyndi að hlaupa undan lögreglu ásamt farþega

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. september 2017 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja karlmanna sem reyndu að stinga lögreglu af á tveimur jafnfljótum. Í dagbók lögreglu kemur fram að skömmu eftir klukkan eitt í nótt hafi lögreglumenn veitt leigubifreið eftirför sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum.

Í bifreiðinni voru tveir karlmenn, ökumaður og farþegi, og stukku þeir út úr bifreiðinni og hlupu af vettvangi. Mennirnir fundust skömmu síðar og voru þeir handteknir og fluttir í fangamóttöku á Hverfisgötu. Að lokinni blóðtöku voru þeir vistaðir í fangageymslu og verða þeir yfirheyrðir síðar í dag.

Rétt eftir miðnætti var svo óskað eftir aðstoð í heimahús í austurbænum. Þar var kona í geðrofi ásamt því að hafa neytt einhverra fíkniefna. Ekki reyndist unnt að koma henni á geðdeild í þessu ástandi og því var ákveðið að vista hana í fangageymslu og verður henni komið undir læknishendur síðar í dag.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um mann vera að skemma bifreið með hafnarboltakylfu á Bíldshöfða. Þegar lögregla kom á vettvang var tjónvaldur horfinn og er ekki vitað hver hann er. Bifreiðin er talsvert skemmd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum