fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bresk fyrirsæta opnar sig um hörmulega reynslu

Chloe Ayling var rænt og haldið fanginni – Átti að seljast hæstbjóðanda á skugganetinu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fyrirsætan Chloe Ayling hefur opnað sig um skelfilega lífsreynslu sem hún varð fyrir á dögunum. Ayling var stödd á Ítalíu þar sem henni hafði verið boðið í myndatöku en þegar þangað var komið reyndist ekki allt vera eins og það átti að vera.

Fjallað var um mál fyrirsætunnar fyrir skemmstu, en hún var numin á brott og haldið fanginni af mannræningjum sem reyndu að bjóða hana til sölu á skugganetinu (e. Dark web). Einhverjir hafa séð ástæðu til að efast um frásögn fyrirsætunnar ungu, en í þættinum This Morning á ITV-sjónvarpsstöðinni í morgun sagði hún að sér sárnaði að fólk efaðist um frásögn hennar.

Sprautuð í handlegginn

Áður hefur komið fram að Ayling, sem er tvítug, hafi verið bókuð í myndatöku í Mílanó þann 11. júlí síðastliðinn í gegnum umboðsskrifstofu sem sér um hennar mál. Þegar hún mætti í myndatökuna var ráðist á hana, einstaklingur laumaði sér aftan að henni og greip fyrir andlit hennar til að koma í veg fyrir að hún öskraði. Annar einstaklingur kom aðvífandi og sprautaði hana í handlegginn og sagði Ayling í viðtali við Telegraph fyrir skemmstu að þá hefði hún að líkindum misst meðvitund.

Næst rankaði hún við sér í skotti bifreiðar og virðist sem henni hafi verið ekið áleiðis til Borgial, skammt frá landamærum Frakklands, þar sem henni var haldið fanginni næstu daga. Síðar komst Ayling að því að fjórir menn hefðu staðið að ráninu og einn þeirra hefði viðurkennt fyrir henni að mistök hafi verið gerð þar sem hún átti barn. Það gengi gegn reglum þeirra glæpasamtaka sem mennirnir tilheyrðu að ræna mæðrum.

Þrátt fyrir það kröfðust mannræningjarnir lausnargjalds að fjárhæð 70 þúsund pund, eða 9,8 milljóna króna. Sú upphæð var lækkuð niður í 50 þúsund pund og þann 17. júlí var Ayling laus úr haldi mannræningjanna eftir að henni hafði verið ekið til ræðismanns Bretlands í Mílanó.

Átti að selja hana í kynlífsánauð

Í þættinum í morgun sagði Ayling að markmið mannræningjanna hafi verið að selja hana í kynlífsánauð á skugganetinu svokallaða. Sem fyrr segir hafa einhverjir séð ástæðu til að efast um frásögn Ayling, til dæmis eftir að það spurðist út að hún hefði farið í fylgd mannræningja sinna að kaupa skó. Ayling blæs á allar slíkar sögur og segir að henni sárni að heyra þær.

„Fólk spyr af hverju ég nýtti ekki tækifærið og flúði. Ég var með manni sem var alltaf vopnaður og ég gat ekki hlaupið upp að næsta manni og hætt á að viðkomandi myndi ekki trúa mér. Þá hefði ég hætt lífi mínu,“ sagði hún og bætti við að undanfarnar vikur hefðu verið erfiðar. Hún hefði ítrekað upplifað ofsahræðslu, fengið martraðir og grátið.

Vildi fjármagna meðferð

Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við málið en hann heitir Lukasz Pawel Herba. Hann segir að hann hafi tekið þátt í mannráninu til að fjármagna læknismeðferð við hvítblæði sem hann glímir við. Hann hefði verið ráðinn af hópi Rúmena og átt að taka fasteignir á leigu í Evrópu til að geyma fatnað sem hópurinn sagðist vera að selja. Þegar honum varð ljós að til stæði að ræna Ayling hafi hann hætt við og slitið á samskiptin við Rúmenana.

Ayling sagðist kenna umboðsmanni sínum að hluta um hvernig fór. Hann hafi ekki athugað bakgrunn þeirra sem vildu fá að mynda hana, en þegar á hólminn var komið kannaðist enginn í Mílanó við umrætt fyrirtæki sem mennirnir sögðust vera frá. Hún sé með umboðsmann til að koma í veg fyrir að lenda í slíkum hremmingum og þess vegna taki hún aldrei að sér verkefni í gegnum tölvupóst eða Instagram til dæmis. Það sé ekki öruggt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum