Fréttir

Logi svarar Ingu Sæland: „Niðurskurður í málum hælisleitenda er ekkert svar í baráttu gegn fátækt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 11:00

„Við Inga Sæland erum sammála um að berjast þarf af alefli gegn fátækt og órétti. Það verður þó aldrei gert með því að egna saman ólíkum hópum fólks, sem báðir eiga bágt.Í viðtali í DV og á RÚV sakar hún mig og Samfylkinguna um að ráðast á sig og snúa út úr. Tilefnið er væntanlega grein eftir mig sem birtist í Vísi þann 03.08.2017 og heitir Ljótur leikur. Sú grein beindist þó ekki eingöngu að ummælum hennar.“

Á þessum orðum hefst pistill eftir Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, á Facebook, og prjónar þar með við ágreining sem orðinn er opinber milli hans og Ingu Sælands, formanns Flokks fólksins. Í grein á Vísi sem Logi vísar til sagði meðal annars:

„Þær raddir verða sífellt háværari í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og jafnvel hjá stjórnmálamönnum, sem fullyrða að aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur sé á kostnað þeirra Íslendinga sem eiga erfitt. Það er ósmekklegt að ýja órökstutt að því að einn hópur sem á um sárt að binda beri ábyrgð á öðrum í vondri stöðu. Og það er beinlínis ógeðslegt ef sá málflutningur er notaður til að afla stjórnmálaflokkum fylgis. Samfylkingin mun ekki taka þátt í slíku og andæfa honum kröftuglega.“

Mynd: Brynja

Greinin birtist í kjölfar ummæla Ingu um málefni hælisleitenda og mátti lesa á milli línanna að þeim væri beint gegn henni þó að hún væri ekki nefnd á nafn. Í viðtalinu í DV segir Inga að snúið sér út úr ummælum hennar og henni gerðar upp skoðanir. Hún segir jafnframt:

„Ég á eftir að spyrja þessa háu herra sem eru að kalla mig öllum illum nöfnum: Vilja þeir hafa þetta einhvern veginn öðruvísi? Vill Logi Einarsson, minn fyrrverandi flokksbróðir, hafa þetta einhvern veginn öðruvísi? Þeir segja að ég sé að etja saman hælisleitendum og öryrkjum, það er ósatt, það er einungis þannig sem þeir kjósa að túlka það sem ég segi, spurning hvaða stimpil þeir vilja setja á sjálfa sig. Fólki væri nær að snúa bökum saman um þær hugsjónir að útrýma hér fátækt en að reyna að ata okkur auri og snúa út úr málflutningi mínum.“

Í pistlinum á Facebook skrifar Logi:

„Í viðtali í DV og á RÚV sakar hún mig og Samfylkinguna um að ráðast á sig og snúa út úr. Tilefnið er væntanlega grein eftir mig sem birtist í Vísi þann 03.08.2017 og heitir Ljótur leikur. Sú grein beindist þó ekki eingöngu að ummælum hennar.
Á eyjunni þann 01.03.2017 eru hins vegar höfð eftir henni ummæli af Facebook, sem hún síðar eyddi. Þar stingur hún uppá að fjármagn sem fari í að aðstoða hælisleitendur, á meðan umsóknir þeirra eru teknar fyrir, verði frekar nýtt til að hjálpa fátækum Íslendingum.
Í færslunni sagði hún orðrétt: „Hælisleitendur sem fordæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hælisleitendur sem hafa frían leigubíl, ( vilja frekar taka leigubíl en nota strætó ) Bónuskort, debetkort ( með inneign frá ísl. ríkinu ) fría læknisþjónustu, húsnæði, tannlækni, sálfræðing, og fl. og fl.“ Í framhaldinu viðraði hún þá skoðun hvort ekki mætti nýta það fjármagn sem færi í að „halda uppi þessu fólki“ í mislangan tíma áður en því væri vísað burt.
Það þýðir ekkert fyrir Ingu Sæland frekar en aðra að kasta fram krassandi ummælum, væntanlega til að fá athygli, hlaupa svo frá þeim jafnharðan, segjast vera misskilin og jafnvel verða fyrir óhróðri.

Niðurskurður í málum hælisleitanda er ekkert svar í baráttu gegn fátækt. Ráðast þarf m.a. í stærri breytingar á skattkerfinu til að ná raunverulegum árangri.

Í viðtalinu í DV kemur fram að Inga telur það bæði vera dýrt og ómannúðlegt að hælisleitendur sem hér fá ekki hæli séu látnir bíða í eitt til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála í stað þess að vera sendir burtu úr landi strax. Í viðtalinu segir Inga orðrétt:

„„Við búum í fjölmenningarsamfélagi þar sem 10,6 prósent þjóðarinnar eru af erlendu bergi brotin og þetta frábæra og duglega fólk hefur hjálpað okkur að byggja upp samfélagið eins og við þekkjum það í dag. Það sem ég hef hins vegar gagnrýnt er að hér eru hælisleitendur látnir bíða í eitt, tvö eða jafnvel þrjú ár áður en þeir fá svar við umsóknum sínum og þá oftar en ekki er þeim vísað úr landi. Þessi bið er klár mannvonska að mínu mati. Mér blöskrar það þegar fjölskyldur með ung börn sem eru búnar að aðlagast samfélaginu og vinna hér baki brotnu, jafnvel farnar að tala íslensku, eru sendar úr landi.“

Viðtalið við Ingu Sæland má lesa í heild sinni í prentútgáfu DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fréttir
Í gær

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“

Bjarni telur sig vita hver kveikti í bænahúsi Votta Jehóva – Hettuklæddur brennuvargur í Árbæ –„Satan, þú getur ekki stöðvað Jehovah“
Fréttir
Í gær

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður

Bróðir Jönu ítrekað sendur heim af sjúkrahúsinu á Akureyri í sjálfsvígshugleiðingum – Hvattur til að flytja suður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar

Danir hrauna yfir Íslendinga: Sjá tækifæri til að senda innflytjendur og múslima til Íslands – Athugasemdakerfi Extra Bladet logar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“

Guðmundur Andri um hátíðina á Þingvöllum: „Þetta var sérkennileg lífsreynsla“