fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Guðfinna um mál Elvars: Dónaskapur og vanvirðing Fangelsismálastofnunar

Nauðgari sem fær 5 og hálfs árs dóm farinn að rúnta um bæinn og á Tinder

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. júlí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hef enga trú á að því að nokkrum manni finnist eðlilegt að nauðgari sem fær 5 og hálfs árs dóm sé farinn að rúnta um bæinn og á Tinder hálfu ári eftir að hann var dæmdur,“ segir borgarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sinni í morgun. Segir hún að Fangelsismálastofnun misbjóði réttarvitund fólks með ákvörðun sinni í máli Elvars Miles.

DV hefur undanfarið fjallað ítarlega um mál Elvars Miles en hann er nú laus úr fangelsi og er kominn í opið úrræði hjá Vernd í Laugardal aðeins hálfu ári eftir að hann hlaut 5 og hálfs árs dóm fyrir tvær hrottalegar nauðganir. Margir telja hættu á að Elvar nauðgi aftur og þolendum hans er misboðið með þessari ákvörðun Fangelsismálastofnunar.

Guðfinna Jóhanna er borgarfulltrúi hjá Framsókn og Flugvallarvinum en fyrir tveimur árum steig hún fram og ræddi um kynferðisofbeldi sem hún var beitt sem barn. Fyrir skömmu minntist hún þeirrar ákvörðunar og fjallaði Eyjan um það.

Guðfinna telur að mál Elvars gefi tilefni til að breyta lögum um Fangelsismálastofnun. Hún skrifar:
„Ef lögin eru þannig að Fangelsismálastofnun getur misboðið réttarvitund fólks með ákvörðunum sínum þá þarf að breyta lögunum.“

Í umræðum undir færslunni skrifar Guðfinna enn fremur:
„Ég er að tala um dónaskap og vanvirðingu Fangelsismálastofnunar og hvernig henni tókst að henda okkur aftur um áratugi í nauðgunarmálum með þessari ákvörðun sinni sem væntanlega hefur áhrif á að brotaþolar munu ekki kæra miðað við þessa framkomu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum