fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Illugi spyr hvers vegna svo fáir „fínir menn“ hafi verið dæmdir fyrir barnaníð: „Hvar eru hinir íslensku barnaníðingahringir?”

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson spyr í nýjum pistil á Stundinni hví hafi svo fáir „fínir íslenskir menn“ verið ákærðir fyrir níðingsskap gegn börnum. Hann segist hafa verið að lesa viðtal við danskan lögreglumann sem lagði áherslu á að barnaníðingar finnist innan allra stétta.

„Barnaníðingar hafa fundist meðal blaðamanna jafnt sem lögfræðinga og dómara, háskólamanna, embættismanna, bankamanna, listamanna, búðarmanna, lögreglumanna, kennara og svo framvegis.

Mér skilst að fólk sé enn í dag ótrúlega tregt til að horfast í augu við að barnaníðinga sé að finna í svokölluðum „æðstu stéttum“ samfélagsins. En hlutfall þeirra þar er nákvæmlega hið sama og í öðrum þjóðfélagshópum. Barnaníðingar eru sem sagt ekki bara subbukallar á subbustað. Þetta ættu menn að hafa í huga á Íslandi,“ skrifar Illugi.

Benedikt Erlingsson, leikstjóri og leikari, velti upp þessari sömu spurningu á dögunum. Hann sagði að þögn Innanríkisráðuneytisins um mál Robert Downey hefði þær afleiðingar að „sá grunur að skjóta rótum að hér geti verið um að ræða net barnaníðinga“, líkt og hann orðaði það.

Sjá einnig: Benedikt Erlingsson um Robert Downey: „Hér geti verið um að ræða net barnaníðinga sem teygir sig gegnum stjórnsýsluna“

Illugi segist einungis muna eftir tveimur dæmum á Íslandi þar sem að „fínir menn“ voru ákærðir fyrir barnaníð, prófessor og lögmaður. Sá fyrri var sýknaður en sá síðari er Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, en líkt og hefur komið fram hlaut hann uppreist æru nýverið.

„Ennfremur vildi danski lögreglumaðurinn líka leggja áherslu á að barnaníðingar væru einkar gjarnir á að leita í félagsskap hver annars. Bæði til að dreifa „efni“ hver til annars („efni“ af öllu mögulegu tagi) en ekki síður til að hafa stuðning hver af öðrum.

Telja hver öðrum trú um að það væri allt í lagi sem þeir væru að aðhafast, og hjálpast að ef einhver lenti í vandræðum. Barnaníðingar eru sem sagt ekki alltaf – og raunar í minnihluta tilfella – „bara“ einn maður fálmandi í myrkri. En hvar eru hinir íslensku barnaníðingahringir?,“ spyr Illugi og bætir við hvers vegna ættu íslenskir barnaníðingar að haga sér öðru vísi en þeir útlensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð