fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sex ára stúlka týndist í skóglendi í Svíþjóð í gær

Fannst þrettán klukkustundum síðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. júlí 2017 05:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hádegisbil í gær hvarf sex ára stúlka frá fjölskyldu sinni nærri Blacksåsberget nærri Hudiksvall í Svíþjóð. Stúlkan fannst klukkan 1 í nótt, heil á húfi. Fjölmennt leitarlið hafði þá leitað hennar en hætta þurfti leitinni um tíma þar sem talið var að bjarndýr væri á leitarsvæðinu.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Johan Olsson, talsmanni lögreglunnar, að leitarhundar hafi fundið stúlkuna á svæði sem hafi verið talið líklegt að hún væri á. Stúlkan var á leið upp á Blacksåsberget um hádegisbil í gær ásamt fjölskyldu sinni þegar hún hvarf án þess að það uppgötvaðist strax.

Fjölskylda hennar hóf strax að leita að henni og gerði lögreglunni viðvart. Lögreglan sendi þyrlu, leitarhunda og sérþjálfaða leitarmenn á vettvang. Á þriðja hundrað manns komu að leitinni. Stúlkan fannst um 500 metra frá þeim stað þar sem síðast sást til hennar.

Hlé var gert á leitinni um tíma í gærkvöldi af ótta við að bjarndýr væri á svæðinu og voru sérþjálfaðir veiðimenn kallaðir til aðstoðar. Ekkert bjarndýr fannst hinsvegar á svæðinu og var því hægt að halda leitinni áfram.

Stúlkan er við góða heilsu. Hún var strax skoðuð af sjúkraflutningsmönnum og fór síðan í faðm foreldra sinna að sögn Aftonbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku