Fréttir

Sex heimilisofbeldismál tilkynnt til lögreglu í nótt

Auður Ösp
Sunnudaginn 16. júlí 2017 09:10

Tilkynnt var um sex heimilisofbeldismál í gærkvöldi og nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Gerendur í þremur málum voru handteknir og vistaðir í fangageymslu.

Gerendur í hinum þremur málunum voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom að. Haft verður upp á þeim síðar. Áverkar þolenda eru misalvarlegir.

Alls voru 50 mál skráð í dagbók lögreglu. Fimm ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis / fíkniefna. Allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Kl. 04:30 var ölvaður maður handtekinn í Breiðholti grunaður um að hafa hótað og ógnað fólki með hnífi. Hann er vistaður í fangageymslu. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“