fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Fréttir

Ritstjóri Grapevine: „Bransinn verður að líta í eigin barm áður en hann stútar sér“.

Mikil gagnrýni eftir kvenmannslausa rappgrein – Erfitt að fá fólk á málþing um málið

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 14. júlí 2017 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Grettisson, ritstjóri Reykajvík Grapevine, segist hugsi yfir þeirri gagnrýni sem blaðið fékk í byrjun júlí vegna umfjöllunar um nýliða í íslensku rappi. Hann segir:

„Við vorum kannski helst undrandi á því hversu letileg umræðan var, og blaðið notað sem einhverskonar blóraböggull fyrir alvarlegt vandamál sem herjar á þessa tónlistargrein.“

Rapp er strákaklúbbur

Í grein sem birtist á vefnum er sagt að íslenskt hip-hop eigi við grafalvarlegt vandamál að stríða, þá sérstaklega hvað varðar nýliðun.

Þeir hafi ekki fundið eina unga stúlku meðal helstu upprísandi stjarna í geiranum.

„Þetta er ekki verk Grapevine, við framleiðum ekki unga listamenn og ein forsíðumynd er ekki rót kynjahallans í hip-hoppi eða tónlistargeiranum yfirhöfuð.“ Greinin hafi snúist um tónlist en ekki kynjapólitík.

Sagt er að íslenskt rapp sé strákaklúbbur en að fjölmiðlar fái gagnrýnina sem ætti að beinast að geiranum sjálfum. Valur segir hins vegar að blaðamenn Reykjavík Grapevine séu femínistar og hyggist ekki sitja aðgerðarlausir á hliðarlínunni. „Bransinn verður að líta í eigin barm áður en hann stútar sér“.

Vildi fá borgað fyrir að tala

Hluti af aðgerðum Grapevine er að halda málþing um stöðu kvenna innan íslenska hip-hoppsins. Meðal mælenda verður Vigdís Howser, Reykjavíkurdóttir og talsmaður Kítón, félags kvenna í tónlist.

„Þetta er ekki verk Grapevine, við framleiðum ekki unga listamenn"

Valur segir það hafa verið vandamál að fá fólk til að koma og tala, bæði karla og konur.

„Allnokkrar sem við höfum talað við hafa beðist undan að tala um málefnið, sökum eðlis þess, ein krafðist þess að fá borgað fyrir að tala – nokkuð sem okkur finnst óboðlegt í ljósi þess að við erum að sinna samfélagslegri skyldu okkar.“

Málþingið verður haldið þann 17. júlí klukkan 20:00 á Kex Hostel í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp
Fréttir
Í gær

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“

Play vísar orðum Jóns Þórs alfarið á bug – „Ummæli sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play“
Fréttir
Í gær

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð

Rósa kom Snorra til varnar og uppskar hörð viðbrögð