fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Opnar frjálslynda mosku í Osló: „Við þurfum að láta konurnar hafa hljóðnemann“

Konur og karlar hlið við hlið – Samkynhneigðir velkomnir

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 23. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næsta ári stendur til að opna frjálslynda mosku í miðborg Oslóar. Það er Thee Yezen al-Obaide sem átti hugmyndina að moskunni sem mun bera heitið Masjid al-Nisa (kvennamoskan). En hann hafði áður komið á laggirnar óformlegu neti samkynhneigðra múslima í Noregi.

Í viðtali við fréttasíðuna Vårt Land segir hann: „Við þurfum að láta konurnar hafa hljóðnemann. Þær geta talað fyrir sig sjálfar.“

Moskan verður fyrir alla þá sem finna sig ekki í öðrum moskum borgarinnar. Konur, karla, samkynhneigða, gagnkynhneigða, transfólk og í raun hvern sem er. Í moskunni munu konur fá jafn mikið rými og karlar og taka jafnan þátt í ákvarðanatökunni. Konur geta verið ímamar og kynin biðja saman í sama rými.

Frjálslynd moska í Berlín

Í vikunni opnaði fyrsta frjálslynda moska Þýskalands í Berlín. Ibn Ruschd-Goethe moskan var stofnuð af Seyran Ates, en hún hefur barist fyrir frjálslyndi innan islam um nokkurt skeið og hefur kallað eftir „kynferðis-byltingu“ innan trúarbragðanna. Meðal þess sem Ates hefur barist gegn eru heiðursmorð, barnahjónabönd og heimilisofbeldi.

Lögreglan stóð vörð þegar moskan var opnuð því að Ates og félagar bjuggust ekki við því að allir yrðu sáttir við framtakið. Það kom hins vegar ekkert upp á. Konur og karlar, sunníar og shítar, samkynhneigðir og gagnkynhneigðir munu biðja saman. Konur geta verið ímamar og þurfa ekki að ganga með blæjur.

Það tók átta ár að koma moskunni á laggirnar, sem stendur nú í Moabit hverfinu þar sem margir innflytjendur búa. Ates segir: „Ég mun ekki láta afturhaldsseggina stela rétti mínum til að vera múslimi.“ Moskan er ekki síður tilraun til að aftengja islam og stjórnmálin og senda þar með þau skilaboð að jíhadismi sé misnotkun á trúarbrögðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum