fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ferðamenn borða hundakjöt óafvitandi

Hundakjötið selt sem kjúklingur – Falin myndavél varpar ljósi á skuggalegan iðnað

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2017 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að erlendir ferðamenn á Bali í Indónesíu hafi lagt sér hundakjöt til munns óafvitandi. Þetta fullyrða dýraverndunarsamtökin Animals Australia sem rannsakað hafa markað með hundakjöt á svæðinu.

Bali er vinsæll ferðamannastaður en íbúar þar eru rúmlega fjórar milljónir talsins.

Í frétt Independent, sem fjallar um málið, kemur fram að á hverjum degi séu flökku- og heimilishundar handsamaðir. Þeir séu svo geymdir við ömurlegar aðstæður áður en þeim er slátrað og kjötið selt, meðal annars til veitingastaða.

Markaður með hundakjöt er stór á Bali.
Veiddur Markaður með hundakjöt er stór á Bali.

Bíða skelfingu lostnir eftir slátrun

„Þeim er til dæmis hent í hrísgrjónapoka þar sem þeir bíða, skelfingu lostnir, eftir slátrun. Þeir eru stundum geymdir svo klukkutímum, jafnvel dögum, skiptir án matar og vatns. Þeim er svo slátrað meðan aðrir hundar horfa á.“

Niðurstöður Animals Australia verða sýndar í heild sinni í fréttaskýringaþætti á ABC-sjónvarpsstöðinni í Ástralíu í kvöld.

Í umfjöllun Independent kemur fram að eftirspurnin eftir hundakjöti sé gríðarlega mikil á Bali. Þannig sé sjöfalt fleiri hundum slátrað á Bali en í kringum hina alræmdu Yulin-hátíð í Kína. Veitingamenn sjái sér stundum leik á borði og markaðssetji hundakjötið sem kjúklingakjöt til að freista ferðamanna og koma kjötinu í verð.

Veitingastaðir geri sér stundum að leik að útbúa vinsælan rétt, Satay, sem er í raun kjöt á prjónum með meðlæti og sósu. Rétturinn á uppruna sinn að rekja til eyjarinnar Jövu en vinsældir hans eru talsverðar um alla Indónesíu og er Bali engin undantekning í þeim efnum. Algengt er að Satay innihaldi kjúklingakjöt, nautakjöt, svínakjöt eða fisk en svo virðist sem hundakjöt rati einnig á prjónana.

Notuðu faldar myndavélar

„Túristar sjá matseðil veitingastaða sem selja Satay, en þeir átta sig ekki á því að þar er hundakjöt í boði,“ segir Lyn White hjá Animals Australia í samtali við ABC. Ferðamenn geti þó stundum séð hvort um hundakjöt sé að ræða því margir staðir séu merktir með stöfunum RW sem þýðir að hundakjöt sé í boði á viðkomandi stað. Það breyti þó ekki þeirri staðreynd, að mati White, að verið sé að brjóta gróflega gegn lögum um dýravernd. Þá séu ríkir heilsuhagsmunir í húfi fyrir fólk að láta ekki hundakjöt ofan í sig af flökkuhundum.

Animals Australia notaði meðal annars faldar myndavélar til að varpa ljósi á þá starfsemi sem viðgengst víða á Bali. Fulltrúi Animals Australia segir við ABC að hann hafi áunnið sér traust þeirra sem eru fyrirferðamestir í þessum iðnaði á Bali. „Að lokum buðu þeir mér með í túr þar sem þeir stálu og veiddu hunda.“

Í þættinum sem sýndur verður í kvöld er meðal annars birt viðtal við veitingamann sem viðurkenndi að hann seldi hundakjöt. Hann sagðist þó segja ferðamönnum að um væri að ræða kjúklingakjöt. „Í þessu starfi hef ég kynnst ýmsu en ekkert bjó mig samt undir þetta,“ segir hann.

Hér að neðan má sjá stutt myndband frá Animals Australia. Vakin er athygli á því að það kann að vekja óhug hjá fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“