fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

320 ríkustu fjölskyldur Danmerkur fela 900 milljarða í skattaskjólum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. maí 2017 06:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

320 ríkustu fjölskyldur Danmerkur fela 60 milljarða danskra króna, jafnvirði um 900 milljarða íslenskra króna, í skattaskjólum. Þetta er um fjórðungur auðæfa þessara fjölskyldna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem verður birt í dag.

Danska ríkisútvarpið (DR) skýrir frá þessu. Þar segir að skýrslan sé unnin á grunni upplýsinga sem hefur verið lekið um eignir fólks í skattaskjóli í Sviss og á grunni norrænna skattaupplýsinga. Höfundar skýrslunnar kortlögðu hverjir eiga reikninga í skattaskjólum á grunni þessara upplýsinga.

DR hefur eftir Niels Johannesen, lektor við Kaupmannahafnarháskóla, að í gögnunum frá Swiss Leaks (sem eru svissnesk bankagögn sem var lekið) hafi skýrsluhöfundar séð að það er allra ríkasta fólkið sem hefur komið peningum fyrir í skattaskjólum. Ef þetta sé heimfært yfir á Danmörku þá þýði þetta að ríkustu 320 fjölskyldurnar, sem allar eiga meira en 250 milljónir danskra króna, hafa komið fjórðungi eigna sinna fyrir í skattaskjólum.

Johannesen mun leggja skýrsluna fram í dag á fundi þingnefndar um skattamál. Hann hefur unnið að gerð skýrslunnar í fjögur ár ásamt vísindamönnum frá Berkeley háskólanum í Bandaríkjunum og Norwegian University of Life Science.

Vísindamennirnir fengu aðgang að upplýsingum um reikninga í HSBC bankanum í Sviss sem var lekið til alþjóðasamtaka blaðamanna sem birtu upplýsingar úr gögnunum fyrir rúmlega tveimur árum.

Torben Bagge, skattalögmaður og lektor við Árósaháskóla, staðfestir niðurstöður skýrsluhöfunda. Hann veitti mörgum efnuðum Dönum ráðgjöf fyrir fjórum árum síðan þegar gerð var tilraun með að veita fólki sem átti peninga í skattaskjólum friðhelgi. Fólki var þá ekki refsað fyrir að hafa leynt peningum í skattaskjólum en það þurfti að greiða skatta af þeim. Bagge sagði í samtali við DR að þá hafi komið í ljós að það hafi yfirleitt verið mjög efnað fólk sem notfærði sér skattaskjól.

Bagge sagðist ekki vera í neinum vafa um að „gríðarlegar fjárhæðir“ séu geymdar í skattaskjólum. Hann sagði að eitt stærsta málið sem hann hafi unnið að hafi verið flutningur á rúmlega 500 milljónum danskra króna úr skattaskjóli til Danmerkur.

Eins og víðar hefur töluverð umræða verið um skattaskjól í Danmörku undanfarin misseri, sérstaklega í kjölfar birtingar Panamaskjalanna svokölluðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum