fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Jón Viðar úthúðar Illuga og Brynjar fær það óþvegið: „Heimskulegur skætingur og stóryrði“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þá er það komið á daginn sem ég spáði og fjölmargir aðrir að stytting framhaldsskólans, sem einn versti menntamálaráðherra sögunnar kom til leiðar, var hið mesta ógæfuspor. „Engin gleði“ í náminu lengur heyrði ég fulltrúa foreldra (heyrðist mér) segja í fréttum áðan.“

Þetta segir Jón Viðar Jónsson og vitnar í frétt Ríkisútvarpsins þar sem fjallað er um að menntaskólanemendur séu í auknum mæli að hætta í íþróttum og tómstundastarfi vegna álags eftir að framhaldsskólanám var stytt. Foreldrar hafa áhyggjur að börn þeirra njóti þess ekki lengur námsins og að vera í skóla en nám var stytt úr fjórum árum í þrjú frá hausti 2015. Yngvi Pétursson rektor segir MR segir að námsárangur sé enn góður en mun meira er um að nemendur hætti tómstundastarfi og dragi sig úr íþróttum sökum álags. Ingunn Kristjana Snædal formaður Foreldrafélags MA tekur í svipaðan streng. Nokkrir nemendur hafa einnig látið í sér heyra og kvarta undan álagi.

„Krakkar sem eru í íþróttum og tónlist og verða að hætta í einhverju vegna þess að þau hafi hreinlega ekki tíma,“ segir Ingunn.

Jón Viðar gagnrýnir einnig styttingu námsins og hjólar í Illuga Gunnarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Segir Jón að enginn tími sé lengur til góðra og uppbyggilegra tómstundaiðkana. Þær skipti máli á þessum mótunarárum og kveðst hann óendanlega þakklátur fyrir að hafa haft tíma til að sinna slíku þegar hann var við nám í menntaskóla. Jón Viðar segir:

„En gleðin skiptir menn eins og Illuga Gunnarsson og þau öfl sem hann er handbendi fyrir engu. Allt skal ofurselt sálarlausum „þörfum atvinnulífsins“ sem heimta „starfskraftana“ út á markaðinn ekki seinna en í gær. Þessir menn eru púrítanar nútímans og afleiðingar verka þeirra verða jafn ömurlegar og hins kalvíníska ofstækis á sínum tíma; það voru til dæmis afsprengi þess sem drápu hina aldagömlu íslensku vikivaka á átjándu öld og gerðu Íslendinga að danslausri þjóð í tvær aldir eða svo.“

Þá segir Jón Viðar einnig:

„Við skulum biðja og vona að þeirra valdatími verði ekki lengri en blóðhundsins Olivers Cromwell og hirðar hans sem Englendingar höfðu vit á að losa sig við um leið og skálkurinn hrökk upp af.“

Virðingarleysi gagnvart skattgreiðendum

Aðstoðarrektor MR hefur einnig bent á að stúdentar sem stefni á nám erlendis fái sums staðar ekki inngöngu en kröfurnar eru orðnar meiri og stúdentsprófið ekki dugað til. Með styttingu nám telur aðstoðarrektor að það verði enn erfiðara fyrir stúdenta að komast að í erlendum skólum og „óttast hún að íslenskir stúdentar muni búa við átthagafjötra í auknum mæli. Það sé áhyggjuefni á tímum alþjóðavæðingar,“ líkt og segir í frétt RÚV.

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins kemur félaga sínum, Illuga Gunnarssyni til varnar og spyr:

„Trúir þú því að gleðin ráðist af því að námið verði fjögur ár í stað þriggja? Mér sýnist nú ungmenni lifa þokkaleg af í þeim löndum sem framhaldsskólinn er tvö ár. Þetta er bara afturhaldsraus í þér Jón Viðar og kannski virðingarleysi gagnvart skattgreiðendum […] árafjöldinn sem slíkur ræður ekki úrslitum um velferð ungmenna“

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri segir að breytingin hafi verið vanhugsuð. Samþjöppun úr fjórum árum í þrjú hafi verið gerð án þess að gera breytingar. Bætir Þorleifur við að ef Brynjar myndi þurfa skila sömu vinnu á 75 prósent tímans, þá myndi hann bæði hafa minna gaman af og þjóðin tapa.

Jón Viðar svarar:

„Það sýnir best hversu vondan málstað þú ert að verja Brynjar Níelsson að það eina sem þú hendir hér fram er heimskulegur skætingur og stóryrði. Að öðru jöfnu mundi maður líta svo á að svona þvaður væri ósamboðið alþingismanni en sjálfsagt er þetta nú bara kurteisishjal á þinn mælikvarða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum