fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Afskiptir og einangraðir hælisleitendur fengu góðar gjafir

Hjálparsamtökin Solaris létu synjun Útlendingastofnunar ekki stöðva sig og færðu hælisleitendum í Víðinesi afþreyingarefni eftir söfnun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. apríl 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta snýst um að gera líf þessara einstaklinga aðeins betra og skemmtilegra,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi sem létu synjun Útlendingastofnunar ekki stöðva sig og færðu íbúum í Víðinesi bílfarma fulla af afþreyingarefni á þriðjudag. Samtökin hófu söfnun fyrir íbúana þann 11. apríl síðastliðinn og stóð hún yfir í viku. Viðbrögð fólks við neyð íbúanna voru vonum framar og færðu Solaris-liðar þakklátum íbúum gjafirnar í óvæntri heimsókn í vikunni.

Sema Erla stillti sér upp fyrir myndatöku með hæstánægðum íbúum. Hún er þakklát fyrir góð viðbrögð við söfnun Solaris.
Gleði og gjafmildi Sema Erla stillti sér upp fyrir myndatöku með hæstánægðum íbúum. Hún er þakklát fyrir góð viðbrögð við söfnun Solaris.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Meðal þess fólk lét af hendi rakna til söfnunarinnar var sjónvarp, myndlykill, útvarpstæki, DVD-spilari og ótal diskar, leikjatölva, rúmlega hundrað bækur á ensku og frönsku, púsl og borðspil svo eitthvað sé nefnt.

Bannað að heimsækja heimilið

Tilefnið var að undir lok síðasta árs fengu samtökin fregnir af því að litla sem enga afþreyingu væri að finna í húsinu fyrir hátt í sjötíu íbúa Víðiness. Sema segir að í kjölfarið hafi samtökin óskað eftir leyfi frá Útlendingastofnun til að heimsækja heimilið og taka út aðstæður til að sjá hvað vantaði svo hægt væri að bregðast við því.

„Við biðum í nokkrar vikur eftir svari sem síðan var neikvætt. Það eru reglur sem Útlendingastofnun hefur sett um að sjálfboðaliðasamtökum sé bannað að fara inn í úrræði hælisleitenda. Annars staðar höfum við getað bankað upp á og farið inn en þarna er öryggisgæsla.“

Tómt húsnæði og ekkert að gera

Ekkert varð því af heimsókn Solaris-liða fyrr en Semu bárust myndir frá Víðinesi fyrir páska.

Húsnæði fyrir hælisleitendur og flóttamenn í Víðinesi er ekki beinlínis í alfaraleið.
Einangraðir Húsnæði fyrir hælisleitendur og flóttamenn í Víðinesi er ekki beinlínis í alfaraleið.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þar sást að húsnæðið var bókstaflega tómt. Ég held að það hafi verið eitt taflborð og léleg nettenging fyrir sjötíu einstaklinga. Þegar ég sá þessar myndir sá ég að við yrðum að gera eitthvað, svo við settum af stað þessa söfnun og óskuðum eftir alls konar afþreyingu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við söfnum og eins og áður voru viðbrögðin ótrúleg.“

Á rúmri viku safnaðist mikið magn afþreyingarefnis sem síðan var farið í gegnum og það flokkað. Loks var farið með vistirnar út í Víðines á þriðjudag, án þess að boð væri gert á undan.

Hér má sjá brot af þeim gjöfum sem Solaris hjálparsamtökin færðu íbúum í Víðinesi.
Fótboltar og páskaegg Hér má sjá brot af þeim gjöfum sem Solaris hjálparsamtökin færðu íbúum í Víðinesi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þakklátir íbúar

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru íbúarnir afar þakklátir og aðstoðuðu sjálfboðaliðana við að bera herlegheitin inn í hús. „Þeir þökkuðu fyrir sig ítrekað og sögðu: Þú veist ekki hvað þetta þýðir fyrir okkur,“ segir Sema og bætir við að það sé nógu slæmt fyrir íbúana að vera svo langt í burtu frá öllu með tilheyrandi einangrun, en að geta ekki ekki einu sinni gripið í spil, lesið bók eða horft á sjónvarpið sér til dægrastyttingar væri hræðilegt.

„Þess ber að geta að allir tóku vel á móti okkur, bæði íbúar augljóslega og öryggisverðir, þannig að allt gekk að óskum.“
Sema segir að næst langi samtökin að útvega íbúum, sem allt eru karlmenn og strákar, fótboltamörk til að setja á lítinn grasblett sem er við húsið. Þeir séu margir miklir áhugamenn um fótbolta og leggi einhverjir strákanna á sig langt ferðalag til að komast á knattspyrnuæfingar. Solaris hjálparsamtökin vilja koma á framfæri þakklæti til allra sem lögðu verkefninu lið og segja að framlag allra hafi skipt miklu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum