fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ármann segir að eldgos gæti verið í vændum: 500 skjálftar í hrinunni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 21. mars 2017 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 500 skjálftar hafa mælst í Herðabreiðartöglum í nágrenni Öskju. Gæti hrinan verið fyrirboði um eldgos sem gæti jafnvel átt sér stað á næstu vikum. Annar möguleiki er að skjálftarnir séu að losa um þrýsting eftir eldgosið í Holuhrauni. Þetta kom fram í spjalli Gissurar við Ármann Höskuldsson eldfjallafræðing í hádegisfréttum Stöðvar 2.

Stærsti skjálftinn í hrinunni var tæp þrjú stig en verulega dró úr hrinunni í gær og í nótt. Aðspurður hvað sé hægt að lesa úr þessum jarðhræringum segir Ármann að tveir möguleikar séu í stöðunni. Einn möguleikinn er að eftir hið stóra gos í Holuhrauni að svæðið sé að aðlaga sig og hægt og rólega losni um spennu. „Þá endar það með skjálftum og kannski opnast einhverjar sprungur,“ segir Ármann og það sé ekkert til að hafa áhyggjur af. En þá er annar möguleiki fyrir hendi og það gæti þýtt að gos sé í vændum.

„Annars vegar er það þessi kvika sem tróðst Álftadalsdyngju austan jökulsár fyrir mörgum árum síðan og hefur verið að færa sig vestur eftir,“ segir Ármann og bætir við að hegðunin sé nokkuð einkennileg.

„Þegar síðast fréttist til hennar, þá var það á þessu svæði þar sem þessi skjálftahrina er núna. Það gæti þá þýtt að einhver staðar í öskukerfinu gætum við fengið eldgos á næstu vikum eða mánuðum eða árum.“

Segir Ármann að kvikan sé að færa sig nær yfirborðinu og því gæti verið að styttast í að gjósi á svæðinu. Ármann segir að lokum:

„Ekki endilega í námunda við Herðubreið heldur í öskjukerfinu sjálfu því hún er að færa sig inn í Öskjukerfið þegar hún fer svona vestur yfir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd