Fréttir

Stephen Hawkin er með mikilvæg skilaboð til Trump

Vill að forseti Bandaríkjanna skilji ógnina sem stafar af loftlagsbreytinum

Kristín Clausen
Mánudaginn 20. mars 2017 21:56

Áður en Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna á síðasta ári lýsti vísindamaðurinn Stephen Hawking því yfir, líkt og svo margir, að Trump hefði öðlast hylli fólks í gegnum ástríðufullar predikanir á hinum ýmsu málefnum sem hann vissi að væru ósannar, með því eina markmiði að ala á ótta fólks.

Í viðtali sem Hawking var í í morgunþættinum Good Morning Britain varar Hawking Trump við því, og ítrekar, að loftslagsbreytingar séu ein helsta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Þá efast Hawking um að hann sem vísindamaður sé velkominn til Bandaríkjanna eftir að Trump tók við völdum.

Sjónvarpsmaðurinn, Piers Morgan, segir í viðtalinu, sem þúsundir manna um allan heim hafa deilt á samfélagsmiðlum í dag, að hann muni á næstu vikum taka viðtal við Trump og spyr Hawkin hvort hann eigi að koma einhverju á framfæri við hann.

Þá svarar Hawkin að Trump eigi umsvifalaust að skipta Scott Pruit, umhverfismálaráðherra Bandaríkjanna, út fyrir einhvern sem raunverulega skilur þær ógnir sem við stöndum frami fyrir. Þá muni það einnig koma sér vel fyrir Trump ef hann ætlar að sækjast eftir endurkjöri.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af