fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Dó af völdum rottuþvags

Þrjár sýkingar á skömmum tíma í New York – Heilbrigðisyfirvöld uggandi

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 18. febrúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rottugangur er alþekkt vandamál í New York. Sé leitað í fréttavef DV þá eru fjölmargar fréttir sem tengjast rottum í borginni. Meðal annars frétt af eins metra löngu gambísku pokarottunni sem húsvörðurinn Jose Rivera drap með heykvísl fyrir nokkrum árum sem og frétt af pítsu-rottunni sem hlaut heimsfrægð fyrir dugnað sinn og útsjónarsemi.

Undir lok síðasta árs var einnig greint frá verkefni þar sem villikettir borgarinnar öðluðust nýjan tilgang við að halda rottum í skefjum. Greinilega var þörf á slíku verkefni.

Þrjár sýkingar á skömmum tíma

Nýjustu fregnir herma að þrír íbúar New York hafi sýkst af svokallaðri mjógyrmasýki (e. Leptospirosis) sem er alvarlegur smitsjúkdómur. Svo alvarlegur að einn þeirra sýktu lét lífið. Sjúkdómurinn smitast ekki manna á milli en hann berst frá nagdýrum í menn. Talið er að þeir sem sýktust hafi með einhverjum hætti komist í snertingu við þvag úr rottunum.

Öll þrjú tilvikin áttu sér stað í Bronx-hverfi borgarinnar en undanfarinn áratug hafa 26 tilvik sem þessi skotið upp kollinum. Þrjú tilvik á aðeins tveimur mánuðum vekur hinsvegar upp ugg hjá borgarbúum. Tvö tilvikanna áttu sér stað í desember en hið þriðja núna í febrúar. Meðgöngutími smitsins er ein til tvær vikur en afleiðingarnar eru oft þær að bakteríurnar berast í blóðið og fara þaðan í lifur og nýru hins smitaða. Það var nákvæmlega það sem gerðist í Bronx.

Heilbrigðiseftirlit New York-borgar er með málið á sínu borði og skoðar mögulegar aðgerðir. Fyrst um sinn verða íbúar upplýstir um hættuna og reynt verður að hvetja til hreinlætis, sérstaklega þegar borgarbúar ganga frá heimilissorpinu en þar halda rotturnar sig helst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum