Fréttir

Norður-Kóreumenn segja að stríð sé óumflýjanlegt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 19:30

Stríð á Kóreuskaganum er óumflýjanlegt þökk sé „fjandsamlegum orðum“ Bandaríkjamanna. Þetta kom fram í umfjöllun norðurkóreskra fjölmiðla í gærkvöldi og var vísað í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis landsins.

Í yfirlýsingunni kom fram að stríð væri óumflýjanlegt og það var aðeins spurning hvenær, ekki hvort, stríð brýst út. Grunnt hefur verið á því góða milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna að undanförnu vegna tíðra eldflaugaskota yfirvalda í Pyongyang. Þá hafa yfirvöld í Suður-Kóreu og Japan áhyggjur af þróun mála.

Í yfirlýsingunni kom fram að það væri ekki ósk norðurkóreskra yfirvalda að fara í stríð. Norður-Kóreumenn myndu þó ekki hika við að beita gereyðingarvopnum ef Bandaríkjamenn láta reyna á þolinmæði Norður-Kóreumanna.

Umfangsmiklar sameiginlegar heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna hafa staðið yfir að undanförnu og hafa þær hleypt illu blóði í yfirvöld í Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“