Völva DV: Óvinir Guðna forseta

Árið 2018 verður tíðindamikið samkvæmt Völvu DV

Forsetinn á öfluga andstæðinga samkvæmt völvunni.
Guðni Th. Jóhannesson Forsetinn á öfluga andstæðinga samkvæmt völvunni.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

##Óvinir forsetans

Völvan segir forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, vera hreinskiptinn og heiðarlegan mann sem ætli engum illt. Hann eigi hins vegar öfluga andstæðinga sem hafa ekki sætt sig við að hann hafi unnið forsetakosningarnar og leita að hverju tækifærinu á eftir öðru til að bregða fyrir hann fæti. Þeir fá litlu áorkað í þeim efnum, segir völvan. Hún segist þó sjá úlfúð hjá óvinahernum vegna fundar forsetans við fólk sem telur sig hafa verið blekkt í viðskiptum við bankakerfið. Þar verður hamrað á því að forsetinn hafi farið út fyrir verksvið sitt. Þjóðin verður þó ekki sammála því og málið mun ekki skaða forsetann. Völvan sér eiginkonu hans, Elizu, á miklum ferðalögum sem tengjast mannúðarmálum.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.