fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Nígeríski prinsinn“ handtekinn: Reyndist vera 67 ára Bandaríkjamaður

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 31. desember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Neu, 67 ára karlmaður frá Louisiana í Bandaríkjunum, var handtekinn á dögunum, átján mánuðum eftir að rannsókn lögreglu á umsvifamiklu fjársvikamáli hófst vestanhafs.

Málið varðar fjársvik og er lýsingin kunnugleg; Neu þóttist vera nígerískur prins sem þurfti á aðstoð að halda. Gegn því að fá bankaupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar sendar lofaði Neu gulli og grænum skógum í staðinn, ríkulegum arfi og fleiri milljónum króna.

Þetta var þó ekkert annað en dæmigert Nígeríusvindl og er Neu grunaður um að hafa haft fjármuni að fleiri tugum einstaklinga. Er kæran gegn honum í 269 liðum sem sýnir hversu umfangsmikið málið er.

Neu er talinn hafa verið milligöngumaður fyrir glæpahring í Nígeríu og hafði hann því hlutverki að gegna að taka á móti peningum og senda þá svo áfram. Svindlið fór þannig fram að sendir voru tölvupóstar í þúsundavís til fólks þar sem „nígeríski prinsinn“ lýsti raunum sínum. Yfirgnæfandi meirihluti fólks áttar sig á því að um svindl er að ræða á meðan aðrir bjóða fram aðstoð sína í von um skjótfenginn gróða.

Fulltrúi lögreglunnar í Slidell, sem fór með rannsókn málsins, segir að Bandaríkjamenn tapi milljónum dala á ári hverju í svindlum sem þessum. Er fólk hvatt til að fara gætilega á netinu og láta aldrei bankaupplýsingar eða aðrar persónulegar upplýsingar af hendi þegar tölvupóstar sem þessir berast. Vakni minnsti grunur um svik getur raunin verið sú að um svindl er að ræða.

„Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega ekki satt,“ segir Randy Fandal hjá lögreglunni í Slidell. „Aldrei láta persónulegar upplýsingar frá þér í gegnum síma eða tölvupóst og aldrei millifæra stórar upphæðir til einhvers sem þú þekkir ekki. Í 99,9 prósentum tilvika er um svindl að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans