fbpx
Fréttir

„Lítil ísöld“ getur skollið á innan nokkurra ára – Gæti haft í för með sér mikinn kulda á norðurslóðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 07:02

Innan tveggja áratuga getur „lítil ísöld“ skollið á jörðinni en hún myndi hafa í för með sér mikinn kulda á norðurslóðum og þá væntanlega hér á landi sem og annars staðar í Norður-Evrópu. Það er reiknilíkan, sem reiknar út virkni segulsviðs sólarinnar, sem gefur þessa niðurstöðu.

Stærðfræðiprófessorin Valentina Zharkova, hjá Northumbria háskólanum, fer fyrir hópi vísindamanna sem hefur unnið að rannsóknum á þessu. Hópurinn vann út frá gögnum vísindamanna í Moskvu.

Sky-fréttastofan skýrir frá þessu. Samkvæmt frétt Sky þá sýnir reiknilíkanið að breytingar á segulsviðið sólarinnar geti hugsanlega valdið því að hitastig á jörðinni byrji að lækka 2021 og að 2030 verði orðið nokkuð svalara en er í dag. Svo kalt að ána Thames á Englandi muni frjósa á næsta áratug og ísinn verði jafnvel mannheldur.

Útreikningar vísindamannanna sýna að styrkur segulsviðsins muni minnka hratt og verða minni á næstu þremur sólarhringrásum en hver hringrás stendur yfir í 11 ár. Næsta hringrás hefst einmitt 2021.

Lítil virkni segulsviðs sólarinnar í gegnum tíðina passar við söguleg kuldatímabil á jörðinni. Á Stjörnufræðivefnum er hægt að lesa nánar um segulsvið sólarinnar og aðra starfsemi hennar.

Zharkova segir að reiknilíkanið sé 97% áreiðanlegt en það byggir á rannsóknum á „litlum ísöldum“ í gegnum söguna. Hún slær þó ákveðna varnagla og segir að útreikningarnir séu ekki bein sönnun þess að „lítil ísöld“ bresti á innan nokkurra ára en það sé ekki síst vegna hnattrænnar hlýnunar.

Sky hefur eftir henni að hún vonist til að „litla ísöldin“ muni halda aftur af hnattrænni hlýnun og veita mannkyninu 30 ár til að bregðast við mengunarvandanum sem orsakar hlýnunina. Hún sagði einnig að hafa verði í huga að minni virkni segulsviða sólarinnar muni aðeins halda aftur af hnattrænni hlýnun fram á sjötta áratug aldarinnar þegar virknin eykst á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum