fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að halda jól: „Það er fullt af fólki í sömu stöðu og ég“

„Mér finnst skelfilega erfitt að þurfa að fela það fyrir þeim hvað ég kvíði jólunum mikið“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 19. desember 2017 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er auðvitað erfitt fyrir börnin en þau skilja þetta. Þetta er eiginlega erfiðast fyrir mig. Þegar þú getur ekki gefið börnunum þínum það sem þau vilja helst í jólagjöf þá líður þér eins og þú sért að bregðast þeim. Ég vildi að ég gæti bara sleppt jólunum og þyrfti ekki að pína mig á hverjum degi,“ segir Sigrún Dóra Jónsdóttir, fjögurra barna einstæð móðir og öryrki sem búsett er á Suðurnesjum. Hún skildi við eiginmann sinn árið 2016 og hefur undanfarin misseri barist í bökkum fjárhagslega. Þannig hefur hún nýtt sér öll þau úrræði og aðstoð sem í boði er: félagsþjónustu, barnaverndaryfirvöld og kirkjuna. Hún flutti nýverið í enn eitt leiguhúsnæðið með börnin eftir mikinn barning á leigumarkaðnum. Kostnaðurinn við flutningana setti stórt strik í reikninginn og sér hún fram á afskaplega fátækleg jól í ár.

Fjöldi íslenskra fjölskyldna hefur ekki efni á að halda heilög jól nú í ár. Stór hluti hópsins eru mæður á örorkubótum sem sjá ekki aðra lausn en að leita á náðir hjálparstofnana eða Facebook fyrir hátíðarnar. Þær lýsa skömm og niðurlægingu vegna aðstæðna sinna en einnig þakklæti fyrir gjafmildi og náungakærleika Íslendinga sem virðist vera allsráðandi í desember. DV ræddi við nokkrar þessara kvenna en allar eiga þær það sameiginlegt að vilja gera hvað sem er til þess að börn þeirra þurfi ekki að líða skort á jólunum.

Sigrún Dóra Jónsdóttir.
Sigrún Dóra Jónsdóttir.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Sigrún Dóra er ein þeirra sem rætt er við í tengslum við úttekt DV en hér fyrir neðan má lesa brot úr viðtalinu:

Hún býst við því að geta keypt í jólamatinn með gjafakorti hjá Nettó sem hún fær úthlutað frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Þá styrkti yndisleg kona Sigrúnu Dóru um 30 þúsund krónur nú á dögunum. „Þannig að ég ætti að geta keypt í matinn og eytt svo þessum örfáu krónum sem eftir eru til að kaupa gjafir. En þá er eftir allt hitt; fatnaður, gjafapappír, skraut. Það er sama hversu ódýrt eða dýrt þú kaupir, þetta eru alltaf svakaleg útgjöld þegar þú þarft að velta fyrir þér hverri einustu krónu sem þú átt.“

Mynd: Reuters

Sigrún Dóra bendir jafnframt á að andstætt við það sem margir halda þá er ekki hlaupið að því fyrir hvern sem er að „fá bara lánað hjá mömmu og pabba“ eða „redda málunum“ með því að hækka yfirdráttinn. „Ég get til dæmis ekkert bara keypt allt á Netgíró þegar ég er ekki með lánstraust. Það er fullt af fólki í sömu stöðu og ég. Það eiga ekkert allir ættingja sem geta bara lánað þeim og það er ekkert hægt að segja bara að mamma reddi þessu. Þetta er ekki svona einfalt,“ segir hún og bætir við.

„Tölurnar sem Fjölskylduhjálp gefur út sýna bara lítinn hluta þeirra sem eru í sárri neyð. Það eru miklu fleiri heimili sem eru að ströggla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“