fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu myndband þar sem John Snorri aðstoðar við björgun á hættulegasta stað Everest-fjalls: „Þetta er á köflum hálfgert brjálæði“

Björgunin átti sér stað þann 17.apríl síðastliðinn – „Þetta var ekki staður sem þú vilt staldra lengi við á“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var afar óheppilegur staður til þess að lenda í slíku slysu. Að fara yfir Kumbu-skriðjökulinn er hættulegasti hluti leiðarinnar á Everest. Þetta er á köflum hálfgert brjálæði. Aðallega sökum bráðnunar og stöðugra breytinga á ísnum. Þú vilt ekki staldra þarna við lengi,” segir fjallgöngukappinn John Snorri Sigurjónsson í samtali við DV.

DV fékk ábendingu um youtube-myndband þar sem John Snorri sést aðstoða við björgun kollega síns, hins velska Allan Meek, sem féll ofan í sprungu á áðurnefndum skriðjökli þann 17. apríl á þessu ári. Myndbandið hefur notið talsverða vinsælda en um 60 þúsund manns hafa horft á það á þegar þessi orð eru skrifuð. Eftir fallið má sjá Meek hanga ósjálfbjarga í öryggislínu og þjóta tveir sherpar, Pasang og Noren, þegar til aðstoðar. Skömmu síðar kemur John Snorri á vettvang og leggur hönd á plóg við björgunina.

„Þetta var ekki staður sem þú vilt staldra lengi við á“

„Ég var fremstur í hópnum og var kominn talsvert ofar. Ég sný mér síðan við og þá sé ég Meeks detta. Mér varð ekki um sel enda var sprungan mjög djúp,” segir John Snorri þegar DV heyrði í honum vegna myndbandsins. Hann sneri þegar við til hjálpar enda var mikilvægt að björgunin tæki stutta stund. „Allan missti jafnvægið og hékk þarna bjargarlaus, aðallega útaf bakpokanum hans sem var mjög þungur. Hann íhugaði að losa sig við hann og láta hann falla ofan í sprunguna en sem betur fer kom ekki til þess,” segir John Snorri.

Björgun Meek tók um 12 mínútur og eins á sjá má á meðfylgjandi myndbandi voru handtökin snör og fumlaus. Sá velski fékk ekki mikinn tíma til að jafna sig. „Við vorum staddir á einskonar íssyllu og þurftum að fara yfir aðra stóra sprungu til þess að komast af henni. Þetta var ekki staður sem þú vilt staldra lengi við á og því mátti því engan tíma missa. Allan fékk bara um 10 mínútur til þess að jafna sig.”

Neðst á myndinni má sjá hvar Khumbu-skriðjökullinn er. John Snorri og Meek héldu saman upp í búðir fjögur en þar skildu leiðir. Meek hélt á tind Everest-fjalls en John Snorri hélt á tind Lhotse fjalls, fyrstur Íslendinga.
Leiðin á toppinn Neðst á myndinni má sjá hvar Khumbu-skriðjökullinn er. John Snorri og Meek héldu saman upp í búðir fjögur en þar skildu leiðir. Meek hélt á tind Everest-fjalls en John Snorri hélt á tind Lhotse fjalls, fyrstur Íslendinga.

Komust báðir á toppinn

Khumbu-skriðjökullinn liggur í 5.486 metra hæð á Everest-fjalli. Hópurinn, sem John Snorri og Meek, voru í var á leiðinni upp í búðir þrjú, C3, sem er í 7.162 metra hæð. Þangað komst hópurinn en síðar skildu leiðir. Allan Meek hélt á tind Everest-fjalls og komst þangað þann 15. maí en degi síðar komst John Snorri á tind Lhotse-fjalls (8.156 metrar), fyrstur Íslendinga. Þaðan hélt íslenski afreksmaðurinn að K2-tindinum alræmda og náði því magnaða markmiði þann 28. júlí síðastliðinn.

Vinsæll fyrirlestari

Frá heimkomunni hefur John Snorri meðal annars haldið fjölmarga fyrirlestra um afrek sín og viðbrögðin hafa verið góð. „Ég er yfirleitt með um 1-2 fyrirlestra í viku en stundum fleiri. Þetta eru allskonar hópar en oftast eru þetta fyrirtæki og þá í tengslum við markmiðasetningu og leiðtogaþjálfun,” segir John Snorri.
Þá hefur hann einnig haldið erindi fyrir meistaraflokka íþróttafélaga. „Þá legg ég áhersluna á hugarfarið sem ég þurfti að tileinka mér og er líka mikilvægt hjá íþróttamönnun. Að menn gefist ekki upp þó að á móti blási,” segir fjallgöngugarpurinn.

Fyrirlestrar hans um afrek hans hafa verið afar vinsælir undanfarið.
John Snorri Sigurjónsson Fyrirlestrar hans um afrek hans hafa verið afar vinsælir undanfarið.

Bíður eftir kölluninni

Aðspurður um hugmyndir að næstu þrekraun segir hann að ýmsar hugmyndir séu að bærast innra með sér en ekkert sé ákveðið í þeim efnum. „Ég þarf að fá hálfgerða köllun eða löngun til að takast á við þrekraunir sem þessar. Ég hafði til dæmis sett mér markmið um að fara á tind K2 árið 2020 en síðan fannst mér allt í einu að rétti tíminn væri kominn. Varðandi önnur verkefni þá bíð ég eftir að slík tilfinning heltaki mig aftur,” segir John Snorri og bætir við að mögulega hafi hann farið sína síðustu svaðilför. „Ég er mjög hamingjusamur með hvað ég afrekaði og er afar mettur eins og staðan er núna. Það gæti því vel verið að þessi köllun kæmi aldrei”.

Myndband frá björgun Allan Meek

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=7j0i1USM8xU&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“