fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Eiríkur Jónsson mun snúa aftur“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 24. nóvember 2017 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bíð bara ennþá milli vonar og ótta. Þetta er talsvert tekjutap, ætli ég sé ekki búinn að tapa um 250 þúsund krónum á þessu. Ég er að tapa einhverjum þúsundköllum bara á meðan ég tala við þig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson í samtali við DV.

Fréttasíða Eiríks, eirikurjonsson.is, var ein af fjölmörgum síðum sem þurrkuðust út í alvarlegri kerfisbilun hýsingarfyrirtækisins 1984 ehf. í síðustu viku. Var biluninni lýst sem „algjöru kerfishruni“ af forsvarsmönnum félagsins og hefur úrval sérfræðinga, þar á meðal alþingismennirnir Smári McCarthy og Helgi Hrafn Gunnarsson, lagt nótt við dag í tilraun til að bjarga því sem bjargað verður. Ekkert bólar hins vegar á fréttasíðu Eiríks og hann ætlar ekki að bíða með hendur í skauti.

„Ég er með mann í því að búa til nýjan vef og hann ætti að fara í loftið fljótlega. Það er auðvitað kostnaður og mikið vesen, að þurfa að byrja svona upp á nýtt,“ segir Eiríkur. Hann er þó ekki búinn að glata þeirri von að síðan hans komi upp á yfirborðið. „Þeir reikna með að hún sé þarna. Ég sá að vefur Jónasar Kristjánssonar og kvikmyndavefurinn Klapptré voru að detta inn og því aldrei að vita nema að ég sé næstur. Það getur samt enginn sagt mér hvort eða hvenær það gerist. En það eina sem er ljóst er að Eiríkur Jónsson mun snúa aftur,“ segir Eiríkur.

Þá furðar hann sig á viðbrögðum hýsingarfyrirtækisins varðandi mögulegar skaðabætur. „Ég spurði framkvæmdastjórann hvort fyrirtækið væri ekki tryggt fyrir slysum sem þessum. Hann svaraði því til að það væri engin trygging til því að þetta væru náttúruhamfarir,“ segir Eiríkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum