fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Egill: „Ekki góð vika fyrir Geir“

Segir hann þó geta vel við unað eftir allt sem á undan er gengið

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hefur ekki verið góð vika fyrir Geir H. Haarde. Gamli yfirboðari hans, Davíð Oddsson, ákveður upp á sitt eindæmi að birta símtalið fræga milli þeirra frá því Geir var forsætisráðherra og hann seðlabankastjóri. Samtalið sýnir eitt og annað, meðal annars hvernig valdahlutföllin voru alltaf milli þeirra. Og stórar ákvarðanir eru þarna teknar í fáti – þetta verður seint talin góð stjórnsýsla. En þarna var auðvitað allt komið í óefni.“

Þetta segir Egill Helgason á bloggsíðu sinni á vef Eyjunnar þar sem hann fjallar meðal annars um nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins í máli Geirs H. Haarde. Mannréttindadómstóllinn sýknaði íslenska ríkið í morgun.

Egill bendir á að nú hafi bæði Geir og félagi hans, Baldur Guðlaugsson, farið erindisleysu til Strassborgar – dómstóllinn sé kannski frekar hugsaður fyrir þá sem standa höllum fæti gagnvart valdinu.

„Þetta breytir því samt ekki að landsdómsmálið yfir Geir var klúður. Ákvæðin um landsdóm eru í íslenskum lögum – og rannsóknarnefnd Alþingis vísaði í þau í skýrslu sinni. Málið fór hins vegar út í móa í meðförum Alþingis þar sem stjórnarmeirihluti þess tíma passaði upp á að skjóta ráðamönnum úr Samfylkingunni undan en láta Geir sitja uppi einan með sinn beiska kaleik,“ segir Egill sem bætir við að réttarhaldið hafi líka sýnt að erfitt er að dæma stjórnmálamenn fyrir vanhæfni og fúsk. Refsingu fyrir slíkt taki stjórnmálamenn yfirleitt út hjá kjósendum.

„Þarna voru líka stjórnmálamenn að setja aðra stjórnmálamenn fyrir dóm vegna athafna sinna. En það sýnir alvöruleysið sem oft einkennir íslensk stjórnmál að lögum um landsdóm hefur ekki verið breytt. Hann hangir ennþá inni í lögbókinni – kannski vonuðu einhverjir að þeir fengju í fyllingu tímans tækifæri til að draga sína andstæðinga fyrir dóm?“ spyr Egill.

Hann segir að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið geti Geir vel við unað. „Hann fékk ágæta uppreisn æru stuttu eftir hrun þegar hann var gerður að sendiherra í Washington af sama ríkinu og ákærði hann. Það eru ekki allir sem geta gengið inn í svo há embætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum