fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Leynileg spá þýska varnarmálaráðuneytisins – ESB í upplausn – Bandaríkin glata forystuhlutverki sínu og völdum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 06:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu slæmt getur ástandið í heimsmálunum verið árið 2040? Þessari spurningu er varpað fram í leynilegri skýrslu sem var unnin fyrir þýska varnarmálaráðuneytið. Samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni þá munu mörg aðildarríki ESB hafa yfirgefið sambandið 2040 og sambandið er við það að hrynja til grunna. Átök og órói setja mark sitt á heiminn og Bandaríkin berjast árangurslausri baráttu við að koma í veg fyrir að heimsskipanin hrynji til grunna.

Alþjóðlegar krísur og kreppur færast í vöxt, samkeppnishæfni Evrópu er miklu verri en í dag. Hvorki ESB né Þýskaland eru jafn öruggir staðir og áður. Þetta kemur fram í þessari framtíðarsýn en þetta er í fyrsta sinn sem þýsk yfirvöld láta vinna slíka framtíðarsýn fyrir sig og í fyrsta sinn sem það kemur opinberlega fram að þýsk yfirvöld sjái jafnvel fyrir sér að ESB geti hrunið til grunna. Ef allt fer á þennan veg mun það hafa mikil áhrif á öryggi Þýskalands.

Skýrslan er rúmlega 100 síður en Der Spiegel hefur fengið aðgang að skýrslunni og skýrir frá innihaldi hennar. Fram kemur að í skýrslunni sé fjallað um sex hugsanlegar öryggispólitískar stöður sem upp geta komið fyrir miðja öldina.

Hugmyndin að baki skýrslunni er að geta skipulagt tímanlega hvernig þýski herinn getur undirbúið sig fyrir framtíðina hvað varðar mannafla og búnað. Höfundar skýrslunnar leggja áherslu á að ekki sé um beina spá að ræða heldur frekar yfirferð yfir hugsanlegar sviðsmyndir.

Stór hluti af skýrslunni var skrifaður fyrir tveimur árum en hún var ekki endanlega tilbúin fyrr en í febrúar því margskonar ferli innan ráðuneytisins urðu til að seinka henni. Þetta þýðir að hlutar hennar eru nú þegar úr sér gengnir. Til dæmis var ekki gert ráð fyrir að Donald Trump yrði forseti Bandaríkjanna.

Í vinnu sinni við að draga mismunandi sviðsmyndir upp tengdu skýrsluhöfunar ákveðnar tilhneigingar í alþjóðamálum við 16 hugsanlegar sviðsmyndir átaka. Eitt af því sem fjallað er um í skýrslunni er sú sviðsmynd að Vesturlönd séu ekki lengur jafn öflug á efnahags- og fjármálasviðunum. Einnig er fjallað um gjöreyðingarvopn sem verða sífellt umfangsminni og því auðveldari í notkun.

Í einni sviðsmyndinni er því spáð að heimurinn verði aftur orðinn tvískiptur, öðru megin verða Bandaríkin og Evrópa en hinu megin verða Kína og Rússland. Þessar tvær blokkir eiga í viðskiptum sín á milli en fjarlægjast hvor aðra sífellt meira pólitískt og hvað varðar gildi. Kapphlaupið um náttúruauðlindir fer stigvaxandi en ekki kemur til átaka að sinni vegna viðskipta blokkanna.

Innan ESB koma nokkur aðildarríki í veg fyrir aukið samstarf og nokkur ríki í Austur-Evrópu enda í faðmi Moskvu því þau eru háð Rússlandi um hráefni.

Í annarri sviðsmynd er gert ráð fyrir að öfgahyggja fari mjög vaxandi. Hagvöxtur sé enginn og þjóðríkin einangri sig sífellt meira. Bandaríkin heyja varnarbaráttu til að reyna að viðhalda stöðu sinni á alþjóðavettvangi. Kína hefur misst flugið því alþjóðavæðingin hefur liðið undir lok. Vaxandi ólga er í Kína og til að mæta henni standa kínversk stjórnvöld fyrir herskárri stefnu í utanríkismálum. Rússland hefur náð góðu jafnvægi vegna þess hversu dýr ýmis náttúruleg hráefni eru orðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku