Fréttir

Efnahagsstjóri ESB segir að ríkt fólk sem borgar ekki skatta séu eins og vampírur

Skattaskjól verði sett á svartan lista

Einar Þór Sigurðsson skrifar
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 17:30

Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins, segir að ríkir einstaklingar, sem reyna eftir fremsta megni að koma peningum sínum í skjól til að greiða lægri skatta, séu eins og vampírur.

Vísar Pierre þarna í upplýsingar sem koma fram í Paradísarskjölunum sem litu dagsins ljós á dögunum.

Pierre bendir á að ríki heimsins þurfi að taka fastar á málum sem þessum enda sé staðreyndin sú að í mjög mörgum tilfellum séu menn að fara að lögum og í þeim skilningi ekki að gera neitt rangt.

Styður hann hugmyndir þess efnis að svonefnd skattaskjól verði sett á svartan lista og þau beitt efnahagsþvingunum. Þá verði sett lög með það að marki að auka gagnsæi. Ef fer sem horfir gætu þessar breytingar litið dagsins ljós á næsta ári.

Pierre sagði á Evrópuþinginu í Strasbourg að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við og eitt þeirra vopna sem sambandið gæti beitt væri aukið gagnsæi. „Það mun gera okkur kleift að svipta hulunni af leyndinni,“ sagði hann og bætti við að fólk, sem stundaði það að geyma peninga í skattaskjólum, væru eins og vampírur.

„Það virðist ekki óttast neitt nema ljósið, svo það er undir okkur komið að varpa ljósi á það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Efnahagsstjóri ESB segir að ríkt fólk sem borgar ekki skatta séu eins og vampírur

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Dæmdur fyrir hryllilega glæpi: „Versta martröð hverrar konu“

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Dæmdur fyrir hryllilega glæpi: „Versta martröð hverrar konu“

Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Móðir stúlkunnar fékk áfall þegar hún sá áverkana

FókusFréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Móðir stúlkunnar fékk áfall þegar hún sá áverkana

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Víðtækar aðgerðir í leikskólamálum: Plássum fjölgað og leikskólar byggðir í borginni

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Víðtækar aðgerðir í leikskólamálum: Plássum fjölgað og leikskólar byggðir í borginni

„Þau eiga föður sem þau elska og þrá að hitta“

Mest lesið

Ekki missa af