fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Fréttir

Thomas Möller gefst ekki upp

Óskar eftir mati um hafstrauma við suðurströndina

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 09:00

Thomas Möller, sem í lok september var dæmdur af héraðsdómi í 19 ára fangelsi fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hefur lagt fram matsbeiðni fyrir dómi í því skyni að geta sýnt fram á að hann hafi ekki verið valdur að dauða Birnu. Ákæruvaldið leggst gegn því að matsgerðin verði framkvæmd.

Afgerandi dómur um sekt

Niðurstaða héraðsdóms um sekt Thomasar var afgerandi. Byggði hún að mestu leyti á sönnunargögnum sem verða að teljast óyggjandi. Þannig virðist vera fyllilega sannað að Thomas hafi keyrt bílinn sem Birna fór upp í sem farþegi á Laugaveginum. Þá liggja fyrir vitnisburðir og myndskeið úr eftirlitsmyndavélum sem sanna að Thomas hafi eytt talsverðum tíma við að þrífa bílinn við Hafnarfjarðarhöfn en við rannsókn málsins mátti víða finna ummerki í bílnum um blóð úr Birnu. Þá fundust fingraför Thomasar á ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í Polar Nanoq og erfðaefni Thomasar mátti greina á skó Birnu sem fannst við höfnina. Af öllu þessu og fleira til verður vart séð annað en að Thomas hafi verið í samskiptum við Birnu og skaðað hana.

Í dóminum er því slegið föstu að Birna hafi látist af völdum drukknunar en hvernig það atvikaðist er eitt af því fáa sem er óljóst í málatilbúnaði ákæruvaldsins. Í ákæru var Thomas sakaður um að hafa „á óþekktum stað“ varpað Birnu „í sjó eða vatn“ með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Í málinu kom fram að í rúma fjóra klukkutíma, frá kl. 07.00 um morguninn til kl. 11.00, er ekki vitað um ferðir Thomasar. Hins vegar liggi fyrir samkvæmt akstursmæli bílsins að um 140 kílómetra akstur sé óútskýrður. Var það niðurstaða dómsins að telja yrði ljóst miðað við þær upplýsingar sem lagðar voru fram um vegalengdir í málinu að þeir 140 kílómetrar hafi nægt Thomasi til að aka frá Hafnarfjarðarhöfn til þess svæðis þar sem lík Birnu að lokum fannst og til baka aftur. Það var því í raun ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti eða beinum sönnunargögnum að Thomas hafi komið Birnu fyrir þar sem hún fannst, þó að allt annað í málinu bendi til þess að þar hafi Thomas verið að verki.

Ákæruvaldið mótmælir matsbeiðni Thomasar

Thomas hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu í málinu og áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar. Eftir að hafa áfrýjað lagði verjandi Thomasar fram beiðni fyrir héraðsdóm um dómkvaðningu matsmanns. Ekki liggur fyrir með nákvæmum hætti hvað kemur fram í beiðninni en samkvæmt heimildum DV óskar Thomas þess að aflað verði álits sérfræðings á því hvar líki Birnu kann að hafa verið komið fyrir. Heimildir DV herma jafnframt að fallist dómurinn á matsbeiðnina muni þurfa að leita að erlendum sérfræðingi til að framkvæma matið. Við þingfestingu matsbeiðninnar fyrir héraðsdómi í síðustu viku mótmælti ákæruvaldið beiðninni og krefst þess að dómari hafni því að matið verði gert. Aðilar munu því kljást um matsbeiðnina fyrir dómi á næstunni.

140 kílómetra rammi

Sem fyrr greinir þá kemur ekki fram í dóminum yfir Thomasi hvernig eða hvar nákvæmlega Thomas á að hafa komið Birnu fyrir en eins og kunnugt er fannst lík hennar eftir átta daga leit í fjörunni við Selvogsvita á Reykjanesi. Lögreglumenn sem báru vitni fyrir dóminum töldu líklegast, út frá upplýsingum um kílómetrastöðu bílsins, að Thomas hafi keyrt Krísuvíkurleiðina frá Hafnarfjarðarhöfn að brúnni yfir Vogsósa, skammt frá Selvogsvita. Virðist kenningin vera sú að þar hafi Thomas varpað Birnu í ósinn og þaðan hafi hana rekið til sjávar.

Tilgangur matsbeiðni verjanda Thomasar er að sérfróður aðili meti hvar Birnu var komið fyrir út frá því hvar hún fannst átta dögum síðar. Markmiðið er þá væntanlega einnig að fá mat á því hvar útilokað sé að Birnu hafi verið komið fyrir. Má leiða að því líkur að markmið verjanda Thomasar sé að fá matsgerð sem sýni að Birnu hafi verið komið fyrir á stað utan þess svæðis sem Thomasi hafi verið unnt að nálgast í ljósi þess að hann hafði 140 kílómetra til umráða. Miðað við skýringarmynd hér til hliðar má ætla að yrði niðurstaða matsmanns að Birnu hafi verið komið fyrir nokkru austan við Selvogsvita þá muni verjandi Thomasar byggja á því í áfrýjunarmálinu fyrir Hæstarétti að Thomasi hafi verið ómögulegt að koma henni þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun

Ágúst Ólafur svarar Báru Huld: Misræmið byggir á ólíkri upplifun
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“

Veikindi Hafdísar hættu um leið og kísilverið í Helguvík lokaði: „Hóstaði stanslaust og enginn skildi hvað var í gangi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar

Telja að dýraverndunarlög hafi verið brotin við hvalveiðar
Fréttir
Í gær

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“

Aleksandr er verkamaður í byggingarvinnu og spilar rússnesk ástarlög: „Ég þrái konu sem elskar mig“
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“