fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hefur játað að hafa veist að Sanitu

Auður Ösp
Föstudaginn 6. október 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á láti Sanitu Brauna miðar vel samkvæmt tilkynningu. Meintur banamaður hennar, 35 ára gamall hælisleitandi frá Jemen, situr í gæsluvarðhaldi.

Í tilkynningu frá lögreglunni nú síðdegis kemur fram:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft til rannsóknar mál er varðar lát Sanitu Brauna í vestubæ Reykjavíkur hinn 21.september sl. Karlmaður var handtekinn á vettvangi, grunaður um að hafa ráðist á Sanitu og ráðið henni bana. Hinn grunaði var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald hinn 22 september á grundvelli rannsóknarhagsmuna og síðan hinn 29.september í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna.

Hinn grunaði hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að Sanitu og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Rannsókn málsins miðar vel og verður málið sent héraðssaksóknara, sem fer með ákæruvald í málinu, að rannsókn lokinni.

Komið hefur fram í fjölmiðlum að meintur banamaður Sanitu sé hælisleitandi frá Jemen. Ekki er vitað hvað hann hafði dvalist lengi á landinu. Maðurinn er á miðjum fertugsaldri eða um tíu árum yngri en Sanita var. Í fyrstu voru tveir menn handteknir vegna málsins, en annar þeirra er Íslendingur. Var hann látinn laus fljótlega og er ekki talinn hafa verið valdur að dauða hennar.

DV greindi frá því þann 30.september síðastliðinn að hafin væri fjársöfnun til að standa straum af útför Sanita Brauna og til að styrkja fjölskyldu hennar í að komast til Íslands vegna útfararinnar.

Þar sem Sanita átti ekki ættingja á Íslandi sér lögmannastofan Land-lögmenn um styrktarreikninginn og er fjölskyldunni til aðstoðar. Reikningurinn er í nafni lögmannastofunnar en allur peningur sem rennur til söfnunarinnar fer í að styrkja fjölskylduna í að koma til Íslands og greiða útfararkostnað. Lögmannaþjónustan er kostuð af ríkinu og því rennur ekkert af styrktarfé til hennar. Hér er eingöngu um að ræða fjárvörslureikning fyrir fjölskylduna.

Reikningsupplýsingarnar: 0140-26-001053 og kt. 670812-1540

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum