fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ánægja erlendra ferðamanna fer minnkandi: Hátt verðlag stærsti þátturinn

Norðmenn og Bretar óánægðustu ferðamennirnir seinasta sumar

Auður Ösp
Föstudaginn 20. október 2017 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru óánægðari með ferðina í sumar miðað við sumarið á undan. Ánægðastir voru Rússar en óánægðastur voru Norðmenn og Bretar.

Í tilkynngu frá frá Gallup kemur fram að hinn svokallaði ferðamannapúls efur lækkað marktækt á milli sumra en hann mælir heildaránægju og heildarupplifun ferðamanna á heimsókn þeirra til Íslands. Ferðamannapúlsinn var 2,5 stigum lægri fyrir sumarið 2017 heldur en sumarið 2016.

Ferðamannapúlsinn hefur til ágúst 2017 mælst lægri í öllum mánuðum ársins 2017 miðað við sömu mánuði síðasta árs. Í ágúst var munurinn ómarktækur og mældist töluvert minni en á fyrri mánuðum ársins þar sem munurinn var í öllum tilfellum yfir 2 stig.

Rússneskir ferðamenn voru ánægðastir með heimsókn sína til landsins í sumar en þar mældist púlsinn 87 stig. Þeir mælast nokkuð hærri en ítalskir ferðamenn sem fylgja næst á eftir með 84,32 stig. Á hinn endann mældist Ferðamannapúlsinn lægstur meðal Norðmanna eða 79,8 stig og Breta þar sem 80,2 stig mældust. Þetta eru jafnframt þeir ferðamannahópar sem hafa lækkað mest frá sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn lækkaði um 6,5 stig meðal norskra ferðamanna milli sumra og lækkaði um meira en 4 stig meðal breskra, pólskra og sænskra ferðamanna.

Óánægja með verðlag veldur lækkun í Ferðamannapúlsi

Fram kemur að þegar horft er í undirþætti Ferðamannapúlsins stafi lækkunin milli sumra fyrst og fremst af minnkandi ánægju með verðlag, sem mældist 4,5 stigum minni heldur en sumarið 2016.

Aðrir undirþættir Ferðamannapúlsins lækkuðu einnig frá sumrinu 2016 til sumarsins 2017. Líkur á að mæla með Íslandi sem ferðamannastað minnkuðu um 2,7 stig en hvað varðar heildaránægju ferðamanna, mati þeirra á gestrisni Íslendinga og að hversu miklu leyti væntingar ferðamanna fyrir ferðina voru uppfylltar var lækkunin undir 2 stigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“