fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Togaranum snúið við: Kemur líklega ekki til Íslands fyrr en seint annað kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænlenska togaranum Polar Nanoq sem lagði af stað frá Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld var snúið við í kvöld. Ekki er talið að skipið verði komið til landsins fyrr en seint annað kvöld. Þetta kom fram í fréttum RÚV nú klukkan 22 í kvöld.

Mbl.is greindi frá því í kvöld – og hafði eftir stjórnarmanni fyrirtækisins Polar Seafood, sem á togarann, að skipverjar hefðu fengið beiðni þess efnis að snúa skipinu við.

Þá greindi Morgunblaðið frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar væri á leið með íslenska lögreglumenn að skipinu, en það hefur ekki fengist staðfest.

Eins og DV greindi frá í dag voru sjómenn á grænlenska skipinu með rauðan Kia Rio-bíl á leigu sem sóttur var af tæknideild lögreglu í Hlíðasmára í dag. Bílnum var skilað á bílaleiguna á laugardag, sama dag og Birna hvarf, en skipið lagði svo af stað frá Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld.

Vísir greindi svo frá því í kvöld að lögreglan hefði óskað eftir aðstoð danska herskipsins Tríton vegna rannsóknarinnar. Það staðfesti Erik Boettger, upplýsingafulltrúi danska hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum