fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skór fundust við höfnina: Leit að Birnu ekki skilað árangri

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2017 07:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Martens-skór, áþekkir þeim sem Birna Brjánsdóttir klæddist nóttina sem hún hvarf, fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Lögregla og björgunarsveitir hafa leitað í nótt í og við Hafnarfjarðarhöfn en það voru sjálfboðaliðar sem fundu skóna á tólfta tímanum í gærkvöld.

„Tæknideildin kom hingað og tók skóna. Svo þarf að sannreyna hvort þeir séu skórnir hennar en þangað til erum við að vinna okkur tíma,“ sagði Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV í nótt. Björgunarsveitir voru boðaðar út eftir að skórnir fundust til að leita, en drónar, björgunarsveitarhundur og lögregla leituðu einnig.

Eins og DV.is greindi frá í gærkvöldi voru misvísandi fréttir um það hvar skórinn hafði fundist. Fyrst var talið að hann hefði fundist í Kaldárseli og héldu fjölmargir sjálfboðaliðar út í kjölfarið til leitar. Lögregla bað fólk að halda kyrru fyrir.

Í frétt RÚV í morgun sagði Ágúst að kafarar bíði átekta en þeir séu ekki komnir á svæðið. Ágúst sagði að ekki væri vitað hvort skórnir sem fundust væru þeir sem Birna klæddist. Fréttamaður benti Ágústi á að snjór hefði verið undir sólanum á skónum sem fundust, en enginn snjór var aðfaranótt laugardags þegar Birna hvarf. Ágúst sagði að lögregla væri að skoða allar vísbendingar um það hvort þetta væru skórnir hennar eða ekki. Engar frekari vísbendingar en umræddir skór hafa fundist á vettvangi.

Mbl.is greindi frá því í morgunsárið að allt tiltækt lið björgunarsveita, lögreglu og Landhelgisgæslunnar verði kallað út til leitar þegar fer að birta. Búið er að fínkemba núverandi leitarsvæði án árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum