fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Reykjavík í öðru sæti yfir vinsælustu ferðamannastaðina

Auður Ösp
Laugardaginn 14. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert lát er á vinsældum Íslands sem ferðamannastaðar. Á nýlegum lista Kayak flugleitarvélasíðunnar er Reykjavík í öðru sæti yfir þær tíu borgir sem oftast er flett upp um þessar mundir. Greint er frá þessu á vef Independent.

Niðurstöður Kayak byggja á rúmlega 1,5 billjón uppflettingum og kemur fram í grein Independent að Reykjavík, höfuðborg Íslands státi af „stórfenglegum náttúrubakgrunni og litríkum húsum.“

Samkvæmt niðurstöðunum hefur orðið 77 prósent aukning í uppflettingum á Íslandi í gegnum leitarvélina. Ódýrast er að fljúga til landsins í október og þá er ferðamönnum ráðlagt að bóka ferðina með sex mánaða fyrirvara til að fá sem hagstæðust kjör.

Hava á Kúbu trónir efst á listanum en á eftir Reykjavík koma Auckland, Balí, Tókýó, Cartagena, Lissabon, Medellín, Calgary og loks Sydney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum