fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Jón Gnarr var með fíkniefni á sér vikum saman sem borgarstjóri: „Davíð Oddsson hefði ekki alveg fallist á þessa útskýringu“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, upplýsti í síðasta Tvíhöfðaþætti á Rás 2 að hann haft fíkniefni í fórum sínum vikum saman meðan hann var borgarstjóri. Nánar tiltekið fann hann reglulega poka með kannabis í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, og gleymdi að losa sig við þá.

„Ég var borgarstjóri og var alltaf taka göngutúra, með Tobba, og ég sá til þess að vera alltaf með plastpoka í vösunum og allar nótur. Þetta fór allt í þessa vasa, sem eru svipað stórir og Hagkaupspokar. Það sem fór ofan í þessa vasa, kom ekkert upp úr þeim aftur. Ég var að labba með Tobba og labbaði oft í gamla kirkjugarðinum. Á þessum tíma var ég líka með dellu fyrir því að hirða upp rusl. Ég hirti upp rusl sem var á vegi mínum og henti í næstu ruslatunnu. Ég fann stundum þarna í Hólavallakirkjugarði hass, eða svona gras, poka með grasi,“ sagði Jón á laugardaginn.

Flokkaði

Jón tók þessa poka samviskusamlega og henti í ruslið til að byrja með. „Ég meira að segja fann svona poka einu sinni og hellti grasinu í lífræna úrganginn en plastinu í almennt. Ég var að vanda mig við að flokka og vera snyrtilegur. Þarna var ég borgarstjóri. Annars pældi ég ekkert mikið í þessu en svo var ég einu sinni að segja lögreglustjóranum frá þessu, ég átti reglulega fundi með honum. Ég var að segja við hann, við vorum að tala um daginn og veginn og fíkniefni, ég sagði: „ég labba oft í Hólavallakirkjugarðinum og er oft að finna svona plastpoka með hassi“. Hann spurði hvað ég gerði við það og ég sagði: „ég hendi því bara, ég set það í lífræna.“ Hann sagði: „Það áttu alls ekki að gera. Nei, þú átta að hirða þetta og láta lögregluna hafa þetta“,“ lýsti Jón.

Tobbi þefaði upp dópið

Næst þegar Jón sá poka fullan af fíkniefnum fór hann eftir þessum leiðbeiningum, fyrir utan að hann gleymdi að láta lögregluna hafa pokann. „Nokkrum vikum seinna er ég að labba og Tobbi, fíkniefnahundurinn sem hann er, fer að þefa af einhverju, það er snjór yfir öllu. Ég sparka snjónum frá. Heyrðu, þá er bara stór poki með grasi sem liggur bara þarna. Ég tek þetta og sé fyrir mér lögreglustjórann sem segir: „Alls ekki henda þessu, þú átt að láta lögregluna hafa þetta. Þú átt að geyma þetta og láta lögregluna hafa þetta“. Þannig að ég stakk þessu í vasann en síðan náttúrlega steingleymdi ég þessu,“ sagði Jón.

Slatti af kannabis

Jón sagði að hann hafi svo haft þetta í vasanum svo vikum skipti. „Þetta var töluvert magn, þetta var poki á stærð við Iphone, ég veit ekki hvað þetta var mikið, 100, 200 grömm. Svo var ég bara alltaf með þetta í vasanum, borgarstjórinn. Síðan var ég einu sinni í borgarráði, þá fæ ég SMS frá syni mínum sem spyr hvort hann megi fá lánaðan bílinn. Ekkert mál sagði ég og hann spurði hvort ég væri með lyklanna. Ég sagði já, ég er með þá í úlpunni. Ég fer í úlpuna og skýst fram og fer með höndina ofan í vasann og leita að bíllyklunum og finn plastpokann og tek hann upp. Þá mundi ég eftir þessu og hann spurði hvort ég hafi verið búinn að vera með þetta lengi í vasanum. Ég svaraði: „Í nokkrar vikur“ og hann sagði: „Á ég ekki bara að taka þetta áður en þú lendir í veseni“. Ég sagði: „Jú, ég held að það sé best“,“ sagði Jón og bætti við að hann hafi látið son sinn fá grasið og bíllyklanna.

Hefði kórónað allt

Jón sagði að það hefði kórónað allt ef hann hefði verið tekinn á Leifsstöð með dópið í vasanum. „Svo fór ég að hugsa þetta. Hugsaðu þér, á öllu sem á mér mæddi þarna, þegar ég var borgarstjóri, allir að finna að því hvað ég væri vitlaus og allt þetta, það hefði kórónað þetta hefði ég verið tekinn, ég var alltaf að fara til útlanda á einhvern fund í Osló eða eitthvað. Ég var bara að fylgja fyrirmælum lögreglunnar. Hefði ég verið tekinn og sagt: „Ég get útskýrt“, ég er alveg viss um að Davíð Oddsson og Mogginn hefði ekki alveg fallist á þessa útskýringu,“ sagði Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“