Fréttir

Litla-Kaupþing

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. ágúst 2017 20:30

Ármann Þorvaldsson hefur heldur betur tekið til óspilltra málanna sem nýr forstjóri Kviku. Á stuttum tíma hefur bankinn sameinast Virðingu og á miðvikudag var tilkynnt um yfirtöku á Öldu-sjóðum.

Gárungar kalla Kviku nú Litla-Kaupþing, því margir af lykilstjórnendum bankans voru áður starfsmenn stærsta banka þjóðarinnar og ætla sér stóra hluti á komandi misserum og árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Tour of Reykjavík 2018