fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ölgerðin kaupir Kú

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. júní 2017 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur fest kaup á Kú mjólkurbúi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ölgerðin sendi frá sér en þar segir enn fremur að með kaupunum styrkist staða Kú á mjólkurmarkaði til muna.

„Kú hefur verið ötull frumkvöðull frá stofnun og barist af einurð og afli gegn fákeppni á mjólkurmarkaði. Með kaupum Ölgerðarinnar eykst sá slagkraftur án þess þó að að breyta frumkvöðlahugsjón fyrirtækisins þar sem hagur neytenda og framsýni ræður ríkjum,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður, í tilkynningunni.

Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 og hófst framleiðsla ári síðar. „Við höfum lent í ýmsu og það hefur ekki alltaf verið auðvelt að berjast á þeim fákeppnismarkaði sem ríkt hefur. Stuðningur Ölgerðarinnar styrkir okkur í þeirri baráttu sem framundan er og hleypir nýjum krafti í okkur,“ segir Ólafur Magnússon í tilkynningunni, en hann mun starfa áfram með Kú mjólkurbúi.

Í tilkynningunni segir enn fremur að fjöldi nýjunga frá Kú mjólkurbúi verði kynntar verða á næstu mánuðum.
„Það eru spennandi tímar framundan og ég hlakka til að sjá öflugri Kú takast á við þá ójöfnu samkeppni sem ríkt hefur. Neytendur verða sem fyrr í fyrsta sæti hjá Kú mjólkurbúi,“ segir Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans