fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bjarni um hugmynd Pírata: „Eitthvað það alvitlausasta sem ég hef heyrt lengi“

„Það er staðreynd að sameiginlegir sjóðir okkar eru takmarkaðir“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. september 2016 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hugmyndin um borgaralaun gengur út á það að allir fullorðnir fái opinbera framfærslu óháð því hvort þeir eru í vinnu, jafnvel vel borgandi vinnu, eða hafi aðra framfærslu. Þetta er eitthvað það alvitlausasta sem ég hef heyrt lengi,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Facebook-síðu sinni.

Þar gerir hann hugmynd Pírata um borgaralaun að umtalsefni, en þingflokkurinn lagði í fyrrahaust fram þingsályktunartillögu um skilyrðislausa grunnframfærslu, eða borgaralaun.

Áður hafði Húmanistaflokkurinn, sem bauð fram í kosningunum 2013, gert skilyrðislausa grunnframfærslu að einu af stefnumálum sínum.

Samkvæmt henni verður öllum borgurum landsins veitt skilyrðislaus grunnframfærsla, en markmiðið er að styrkja efnahags- og félagsleg réttindi fólks auk þess að útrýma fátækt.

Bjarna finnst ekki mikið til þessarar hugmyndar koma.

„Það er staðreynd að sameiginlegir sjóðir okkar eru takmarkaðir. Við eigum því að nýta þá til að koma þeim í samfélagi okkar til hjálpar sem eru í raunverulegri þörf fyrir stuðning. Eftir því sem við gerum meira fyrir þá sem ekki þurfa á því að halda er gengið á getu okkar til að gera vel við hina,“ segir Bjarni og bætir við:

„Verði staðan á einhverjum tímapunkti sú, að við höfum stutt myndarlega við þá sem minnst hafa og sinnt öðrum mikilvægum verkefnum, en eigum samt nóg eftir, er augljóst hvað á að gera. Lækka skatta,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum