fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Feðgar vilja fjárfesta inn í milljarðaveltu

– Vilja selja hluti í Extreme Iceland – Útlit fyrir 2,5 milljarða veltu eftir sex ára rekstur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. september 2016 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er allt til sölu fyrir rétt verð,“ segir Kári Björnsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Extreme Iceland, og staðfestir að hluthafar þess vilji selja minnihlutaeign í ferðaþjónustufyrirtækinu, sem velti 1,4 milljörðum króna í fyrra, og jafnvel allt hlutaféð. Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar hefur verið fengin til að sjá um söluferlið en útlit er fyrir að tekjur Extreme Iceland, sem var stofnað árið 2010, á þessu ári verði tæplega fimmfalt meiri en 2014 eða um 2,5 milljarðar króna.

„Við erum með opinn faðminn og látum drauma rætast.“

„Það er eðlilegur vöxtur í þessum bransa. Við erum tilbúnir til að taka fyrirtækið á næsta stig og fá fjárfesta inn í það í fyrsta skiptið,“ segir Björn Hróarsson, stjórnarformaður Extreme Iceland.

108 milljóna hagnaður

Björn stofnaði fjölskyldufyrirtækið 2009 og hófst starfsemi þess í mars árið eftir. Það er í dag í eigu Björns og sona hans, Kára og Steinars, í gegnum félag þeirra Umbrella ehf. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Extreme Iceland var fyrirtækið rekið með 108 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 15 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 193 milljónum í árslok 2015. Á þeim sex árum sem liðin eru síðan fyrirtækið var stofnað hefur það safnað eignum upp á 492 milljónir króna en skuldar 383 milljónir.

„Við viljum fá inn minnihlutafjárfesta en höfum áhuga á að reka fyrirtækið áfram. Við erum að kanna hvort við fáum verð sem við getum mögulega verið sáttir við en erum ekki búnir að festa eða ákveða neitt,“ segir Kári, og svarar aðspurður að feðgarnir myndu skoða tilboð í allt hlutaféð.

„Já, já, en helst ekki. Það þarf að koma ótrúlega gott tilboð til að það gerist,“ segir Kári.

Með opinn faðm

Extreme Iceland býður meðal annars upp á norðurljósa-, jökla og jeppaferðir. Allt frá eins og upp í sjö daga ferðir eru í boði og erlendir ferðamenn geta meðal annars valið um að skoða Gullna hringinn, keyrt hringveginn eða heimsótt Jökulsárlón.

„Við erum með opinn faðminn og látum drauma rætast og þjónum þeim sem biðja okkur um að láta drauma sína rætast. Það er að stærstum hluta hinn hefðbundni túristi sem kemur til okkar,“ segir Björn.

„Við erum einungis innanlands og erum í móttöku erlendra ferðamanna í hinni víðustu mynd. Við viljum vera það fyrirtæki þar sem þú getur komið og fengið allt sem er í boði á Íslandi og þurfir ekki að leita neitt annað. Þetta gengur vel og við áætlum að veltan verði um tveir og hálfur milljarður í ár og erum spenntir fyrir framhaldinu,“ segir Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum