fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gefa öllum nemum í rafiðngreinum spjaldtölvur

– 800 tölvur gefnar í haust og fyrstu fóru í Tækniskólann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. september 2016 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir nemar í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, fá gefins spjaldtölvur í haust frá Samtökum rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Segir þar að tilgangur gjafarinnar sé að tryggja að nemarnir geti nýtt sér það mikla úrval af kennsluefni sem sé þegar í boði á rafrænu formi og stuðla að betri námsárangri og fjölgun nemenda í þessum greinum. Mikil vöntun sé á rafiðnaðarmönnum á Íslandi.

„Það er von okkar að með þessum stuðningi sækist nemum í rafiðngreinum námið betur, námsárangur verði betri og nemendum fjölgi en talið er að það vanti um tvö hundruð nýja starfsmenn með rafiðnaðarmenntun á vinnumarkaðinn á ári hverju til að viðhalda þörf markaðarins,“ segir Rúnar Bachmann, formaður stjórnar Menntasjóðs rafiðnaðarins.

„Alls eru þetta 800 spjaldtölvur sem gefnar eru í haust og voru þær fyrstu, um hundrað talsins, afhentar nemendum í Tækniskólanum í Reykjavík í dag. Næstu daga munu svo fulltrúar SART og RSÍ heimsækja alla verkmennta- og fjölbrautaskóla landsins sem kenna rafiðnir og afhenda nemendum í rafiðngreinum spjaldtölvurnar. Nemarnir geta þá skráð sig á námsgagnavefinn www.rafbok.is og fengið aðgang að því mikla úrvali af kennsluefni sem er í boði fyrir grunndeildir rafiðna og þurfa þeir þá ekki að kaupa þær námsbækur,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum