fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Reyndu að smygla tæpum 100 kílóum af kókaíni með skemmtiferðaskipi

Melina og Isabelle birtu athyglisverðar myndir úr ferðinni á Instagram

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 11:06

Melina og Isabelle birtu athyglisverðar myndir úr ferðinni á Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær kanadískar konur, 22 og 28 ára, hafa verið handteknar eftir að 95 kíló af kókaíni fundust í fórum þeirra. Konurnar, Melina Roberge og Isabelle Lagacé, voru handteknar í Sydney í Ástralíu en þangað höfðu þær komið með skemmtiferðaskipinu Sea Princess.

Málið hefur vakið talsverða athygli enda voru þær Melina og Isabelle afar virkar á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær birtu myndir úr ferðalaginu. Þær lögðu af stað frá Bretlandi í júnímánuði, sigldu með skipinu til Kanada, Bandaríkjanna, Kólumbíu og Perú meðal annars áður en þær enduðu í Ástralíu þar sem fíkniefnin fundust.

Konurnar voru handteknar ásamt 63 ára karlmanni, Andre Tamine, sem grunaður er um aðild að smyglinu. Ljóst er að þremenningarnir eiga þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Í umfjöllun Mail Online eru birtar myndir úr ferðalagi stúlknanna. Þar má sjá meðal annars sjá þær drekka úr kókoshnetum og stilla sér upp á glæsilegum ströndum á baðfötunum. Þremenningarnir voru handteknir á sunnudag, en um er að ræða eitt stærsta smygl sinnar tegundar í sögu Ástralíu.

Melina, Isabelle og Andre hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 26. október. Refsiramminn fyrir brot af þessu tagi í Ástralíu er lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum