fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur segir fráleitt að negla niður kjördag og talar um ofsafengin viðbrögð

Segist finna fyrir miklum stuðningi hjá framsóknarmönnum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur að hann hafi þó nokkra vigt þegar kemur að því að ákveða þann dag sem boðað verður til kosninga í haust. Þá gagnrýnir hann stjórnarandstöðuna fyrir að lýsa yfir vantrausti í stað þess að einblína á að klára stóru málin fyrir haustið. Þetta kom fram í máli Sigmundar við Ríkisútvarpið. Sigmundur sendi einnig bréf á flokksmenn í gær og þar kom fram að hann ætli að taka fullan þátt í íslenskum stjórnmálum. Þá metur hann stöðu sína sterka innan flokksins. Vakti bréfið mikla athygli og umtal og sagði þingmaður Pírata að Alþingi yrði lamað ef ekki yrði ákveðin kjördagur. Þá sagði Birgitta Jónsdóttir Framsóknarflokkinn halda þjóðinni í gíslingu.

Þegar lagt var fyrir Sigmund að Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra að þeir hefðu lýst yfir stefnt yrði á að kjósa í haust, orðrétt sagði fréttamaður:

Bjarni sagði: „Nákvæm dagsetning mun ráðast af framvindu þingmálanna. Af þessu má ráða, að þær verða í haust og svo verði það útfært nánar eftir því hvernig gengur. En í haust verði þær.“ Sigurður Ingi hefur ítrekað sagt eftir þetta að stefnt sé að haustkosningum

„Þetta er einmitt lykilorð hjá fjármálaráðherranum og forsætisráðherranum núverandi að stefnt sé að,“ svaraði Sigmundur og bætir við:

„En þá alltaf sett í samhengi við að mönnum tækist að klára ákveðin mál. Með þessu var að sjálfsögðu verið að gera tilraun til að ná sem flestum saman um að klára þau mál í sameiningu. Það sem gerðist í beinu framhaldi af þessum fundi á tröppunum að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti á ríkisstjórnina. Hún með öðrum orðum tók ekki þátt í samstarfi um að klára málin. Hún reyndi að fella ríkisstjórnina. Það mistókst. Eftir það hafa menn tekist á um ýmis mál og farið meiri tími en hefði þurft að vera og nú erum við allt í einu komin í þá stöðu að sumarið er ekki að klárast en það er langt liðið á sumar og menn eiga eftir að klára nokkur grundvallarmál. Mál sem þurfa að klárast áður en kemur til kosninga.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þá sagði Sigmundur á öðrum stað að aðalatriðið nú hjá þingmönnum Framsóknarflokksins og forsætisráðherrans núverandi væri að skila verkefnum og standa við kosningaloforð. Þá var Sigmundur spurður um stöðu hans innan flokksins. Hvernig hann sæi hana. Sagði hann stöðuna afar góða. Hann hefði hitt marga, haldið fundi og rætt við fólk í síma, fólk sem hefði hvatt hann áfram.

Aðspurður hvort haustkosningum hefði verið þröngvað upp á Framsóknarflokkinn af Sjálfstæðisflokknum sagði Sigmundur að klára þyrfti verkefni sem eftir væru.

„Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, þá held ég ekki að allir Sjálfstæðismenn vilji flýta kosningum, þvert á móti ímynda ég mér og hef heyrt að stór hluti Sjálfstæðismanna vilji fyrst og fremst að flokkurinn þeirra standi við stjórnarsáttmálann og skili af sér góðu kjörtímabili og kjósi þegar sú niðurstaða liggur fyrir.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Aðspurður um hvort þyrfti að fara ákveða þann dag sem gengið verði til kosninga líkt og stjórnarandstaðan hefur þrýst á sagði Sigmundur:

„Það væri náttúrlega alveg fráleitt fyrir ríkisstjórnina að fara að negla niður einhverja dagsetningu á meðan hún veit ekki í hvað stefnir með málin. Þá væri hún til dæmis svo ég tali nú bara hreint út að gefa upp með það að stjórnarandstaðan gæti farið í málþóf fram að kosningum og menn gætu ekki klárað eitt einasta mál.“

Ofsafengin viðbrögð

„Við skulum hafa eitt á hreinu – það munu engin mál komast í gegn ef við fáum ekki kjördag um leið og þing kemur aftur saman.“ Þetta skrifaði Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, á Facebook-síðu sínu í gær
„Við skulum hafa eitt á hreinu – það munu engin mál komast í gegn ef við fáum ekki kjördag um leið og þing kemur aftur saman.“ Þetta skrifaði Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, á Facebook-síðu sínu í gær

Sigmundur sagði í bréfi sínu til flokksmanna: „Á næstunni mun ég því aftur hefja fulla þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Það mun vekja viðbrögð. Látið það ekki slá ykkur út af laginu. Viðbrögð, jafnvel ofsafengin viðbrögð gegn mér og okkur eru nú sem fyrr til marks um að andstæðingar telji sér að sér standi ógn af okkur.“ Var Sigmundur beðinn um að útskýra þetta nánar, í hverju viðbrögðin fælust. Sagði Sigmundur að hann talaði út frá reynslu.

„Það er ákveðin hópur fólks sem hefur séð ofsjónum, svo ég noti nú kurteisilegt orðalag, yfir því þegar ég lýsi einhverju yfir sem er þeim ekki að skapi. Það er mikið rætt um þessa dagana, umræðuhefð og hvernig menn tjá sig á netinu, ég held að þeir sem hafi lesið hvernig ákveðnir aðilar tjá sig um mig, viti alveg hvað ég á við með þessu og það hefur þegar sýnt sig að einhverju leyti. “

Hér má hlusta á viðtal RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“