fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Feitasti drengur í heimi er 10 ára og 192 kíló

Foreldrar hans eru ráðþrota

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 30. júní 2016 07:15

Foreldrar hans eru ráðþrota

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhóflega feitur 10 ára drengur, sem getur ekki lengur klæðst fötum en er þess í stað vafinn inn í dúka sökum stærðar sinnar, er kominn á heilsufæði þar sem mikil hætta er á að hann deyi úr offitu fyrir aldur fram ef ekkert verður að gert.

Arya Permana, sem ber þann vafasama heiður að vera feitasta barn í heimi, er 192 kíló. Hann borðar fimm máltíðir á dag sem samanstanda af hrísgrjónum, fiski, kjöti, grænmetissúpum og Tempeh sem er indónesískur soyja kjötréttur.

Krónískt svangur

Arya sem er frá Vestur-Jövu á Indónesíu getur ekki lengur mætt í skólann sökum þess að hann er hættur að geta gengið. Móðir hans sem er mjög áhyggjufull segir að hann sé krónískt svangur. „Hann hefur mjög mikla matarlyst og gæti auðveldlega borðað á við tvo fullorðna í hverri máltíð.“

Drengurinn er annað barn foreldra sinna en þegar hann kom í heiminn vó hann 3,2 kíló sem er eðlileg fæðingarþyngd.

Fæddist í eðlilegri þyngd

Hann var þó orðinn nokkuð í stærra lagi um tveggja ára aldur. Foreldra hans grunaði þó ekki að vandamálið ætti aðeins eftir að stækka. Nokkrum árum seinna fitnaði hann skyndilega mjög mikið. Í samtalið við Indónesíska fjölmiðla segir faðir hans að þau hafi í framhaldinu gengið á milli lækna sökum þess hve drengurinn var þungur. Engin gat þó hjálpað þeim og í dag segjast þau vera orðin ráðþrota.

Æðsta ósk móður Arya er að sjá hann fara út að leika sér með öðrum börnum í hverfinu. Þá kveðst faðir hans vera orðinn langþreyttur á ástandinu en þau eru farin að þurfa að fá lánaða peninga hjá vinum og ættingjum til að kaupa mat ofan í drenginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum