fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Sex kettlingum hent eins og hverjum öðrum úrgangi

Sökudólgarnir fundust eftir að net kattavina var virkjað – „Þeim fannst í raun ekkert athugavert við framgöngu sína“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 28. júní 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við mæðgurnar vorum á leiðinni frá Bónus í Njarðvík og áttum leið framhjá losunarsvæði fyrir garðúrgang við ÓB-bensínstöðina. Þar sáum við glitta í kettlinga í úrganginum og svo virðist sem einhver hafi kosið að losa sig við þá með þessum hætti, sem er hrein mannvonska að okkar mati,“ segir Andrea Ólöf Hjaltadóttir, sem ásamt móður sinni, Sædísi Báru Jóhannesdóttur, kom sex kettlingum til bjargar í vikunni sem leið. Þær mæðgur eru sjálfar kattaeigendur og miklir dýravinir og því tóku þær kettlingana undir sinn verndarvæng. „Við settum okkur í samband við Villikattafélagið í Reykjanesbæ og fulltrúi þess kom síðan og sótti kettlingana,“ segir Andrea Ólöf.

Sökudólgarnir fundnir – kærðir til MAST

„Það má segja að net kattavina hafi verið virkjað og meðlimir félagsins voru ekki lengi að finna út hverjir eigendur kettlinganna voru,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri Villikatta. Eigendurnir voru með átta kettlinga á heimilinu og höfðu reynt af veikum mætti að finna fyrir þá heimili. Þá virðist þolinmæði þeirra hafa þrotið að sögn Arndísar og þeir ákveðið að losa sig við kettlingana með þessum hætti. „Það er gífurlegt ábyrgðarleysi að eiga kött og gelda hann ekki. Það fylgir því kostnaður að eiga gæludýr. Þetta tiltekna mál sem þú nefnir hefur verið kært til Matvælastofnunar og við lítum það mjög alvarlegum augum. Það var sérstaklega sorglegt að þegar við settum okkur í samband við eigendurna þá fannst þeim í raun ekkert athugavert við framgöngu sína,“ segir Arndís Björg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“