fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þórður stígur fram vegna Guðmundarmálsins: „Þetta var bara eitthvert ljúgvitni“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 23. júní 2016 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Almarsson og Þórður Jóhann Eyþórsson voru handteknir og færðir til yfirheyrslu vegna rannsókn setts saksóknara á morði Guðmundar Einarssonar sem hvarf sporlaust árið 1974. Stefán og Þórður hafa báðir komið við sögu lögreglu áður. Þórður hefur tvö mannslíf á samviskunni og hefur tjáð sig áður opinberlega um fortíð sína. Stefán og Þórður eru æskufélagar. Þórður var 17 ára þegar Guðmundur hvarf en hann tjáir sig við Fréttatímann um málið.

„Þetta var bara eitthvert ljúgvitni,“ segir Þórður og bætir við: „Ég var spurður hvort ég hefði verið farþegi í bjöllu árið 1974 á Hamarsbrautinni. Stefán átti að vera keyra bílinn. Hann á að hafa misst stjórn, keyrt á eitthvað skilti og svo á Guðmund. Þetta er nú bara einhver lygasaga og ef ég hefði verið höfundur hennar, þá hefði ég nú látið okkur rúnta um á flottari bíl.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

DV hefur fjallað ítarlega um málið líkt og flestir miðlar. Erla Bolladóttir tjáði sig við DV. Sagðist hún hafa hitt Stefán skömmu eftir að Sævar Ciesielski lést árið 2011. Erla fór til fundar við Stefán. Frásögn Stefáns var að hennar sögn sama frásögn og Erlu var gert að undirrita eftir langar og strangar yfirheyrslur hjá lögreglunni. Sagði Erla að hana væri farið að gruna Stefán um að tengjast andláti Guðmundar.

„Ég sagði við dóttur mína að mér liði eins og einhver hefði hent mér inn í þvottavél og kveikt á. En þetta segir mér að lögreglan er viljug að komast að hinu sanna. Fólk er að horfa í rétta átt og vill vinna þetta vel. Það er það sem við erum öll búin að þrá.“

Úr viðtali við Þórð frá árinu 1994
Úr viðtali við Þórð frá árinu 1994

Stefán og Þórður harðneituðu allri aðkomu að málinu hjá lögreglu og var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Náð tökum á lífi sínu

Þórður kveðst hafa náð tökum á sínu lífi árið 2006. Segist hann upplifa handtökuna í tengslum við hvarf Guðmundar sem aðför að sér. Segir Þórður að hann hafi verið að vinna á Eskifirði þegar Guðmundur hvarf.

„Ég lét nú bara dóttur mína fletta því upp á skattkortinu mínu hvar ég var. Þá kom í ljós að ég var að vinna á Eskifirði á þessum tíma. Þetta er bara tilbúningur frá A til Ö.“

Þórður segir yfirheyrsluna hafa tekið hálftíma. Telur Þórður að einhver óvinhallur vilji koma á hann höggi. Hann sé reglumaður í dag og í vinnu.

„Ég á nú ekki bara eintóma vini. Ég held að það sé bara verið að reyna stúta framtíð minni.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum