fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Selur höfuðstöðvar Brims

– Guðmundur Kristjánsson ætlar að flytja fyrirtækið út á Granda

Ritstjórn DV
Laugardaginn 7. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum búin að samþykkja kauptilboðið en það er með ákveðnum fyrirvörum,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, aðspurður hvort eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins hafi selt Bræðraborgarstíg 16 í Reykjavík þar sem höfuðstöðvar þess hafa verið síðustu tíu ár.

„Það er rétt að við settum húsnæðið á sölu en við erum að fara niður á Fiskislóð 14 en við höfum átt það hús til fjölda ára. Það verður miklu betra að vera þar enda getum við þá einnig verið með netaverkstæði á sama stað,“ segir Guðmundur sem vill ekki gefa kaupverðið upp.

Guðmundur Kristjánsson.
Eigandi Brims Guðmundur Kristjánsson.

Mynd: DV

Bræðraborgarstígur 15 er í eigu Fiskitanga hf. Fasteignafélagið B-16 ehf., sem er samkvæmt Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra alfarið í eigu Guðmundar, á Fiskitanga. Húsið er alls 1.052 fermetrar og nemur fasteignamat þess alls 115,7 milljónum króna. Fiskislóð 14 er 1.992 fermetrar og einnig í eigu Fiskitanga. Guðmundur og bróðir hans, Hjálmar Kristjánsson, eru eigendur Brims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér