fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Benedikt Sveinsson átti Tortólafélag

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, átti félag sem skráð var á Tortóla. Þetta kemur fram í umfjöllun sem birt er í Stundinni í dag.

Benedikt og eiginkona hans, Guðríður Jónsdóttir, stofnuðu umrætt félag, Greenlight Holding Luxembour S.A. árið 2000 og var umsýsla félagsins í höndum panamísku lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca. Benedikt og eiginkona hans, Guðríður Jónsdóttir, sátu sjálf í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það.

Félagið var afskráð úr fyrirtækjaskrá Tortóla árið 2010, en þá var hætt að greiða Mossack Fonseca umsýslugjöld vegna þess. Sama ár tóku í gildi lög hér á landi sem skylduðu eigendur aflandsfélaga til að greiða skatta vegna tekna þeirra hér á landi.

Ekki virðist liggja fyrir hver tilgangur félagsins var og hverjar eignir þess voru – ef einhverjar voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum